Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 166
Zoega (Val), varaform., Ólafur Halldórsson (Fram), gjaldkeri, Ari Jónsson
(Þrótti), ritari, og Haraldur Gíslason (KR), bréfritari.
Dómarafélagið starfaði af miklum og sjaldgæfum krafti, en formaður
þess var Guðbjörn Jónsson.
Reykjavíkurmótið
hófst 5. maí og lauk því 21. maf. Með þessu móti var nokkur breyting
gerð á fyrirkomulagi mótanna, þvf að fellt var niður Vormót meistara-
flokks, sem fram hafði farið tvívegis áður.
Þátt tóku lið frá öllum Reykjavíkurfélögunum fimm, því að nú tók
Þróttur í fyrsta sinn þátt í meistaraflokksmóti sem fullgildur aðili. Valur
bar sigur úr býtum með miklum yfirburðum, en einstakir leikir fóru
þannig:
Valur Fram KR Vík. Þróttur Mörk
Valur ........ * 5-0 3-1 5-1 5-0 18-2 8 stig
Fram .......... 0-5 * 4-2 3-2 2-1 9-10 6 -
KR ............ 1-3 2-4 M 2-1 4-0 9-8 4 -
Víkingur ...... 1-5 2-3 1-2 M 4-1 8-11 2 -
Þróttur ....... 0-5 1-2 0-4 1-4 * 2-15 0 -
Þetta er f 13. sinn, sem Valur verður Reykjavíkurmeistari, KR hefur
unnið mótið 14 sinnum, Fram 8 sinnum og Víkingur 1 sinni.
Haustmót meistaraflokks
fór fram á Melavellinum og hófst sunnudaginn 27. sept. og stóð yfir til 11-
október. Þátt tóku gömlu Reykjavíkurfélögin 4, KR, Valur, Fram og Vík-
ingur. Leikar fóru þannig:
,KR Fram Vfk. Valur Mörk
KR ...................... * 1-0 3-0 4-0 8-0 6 stig
Fram ................... 0-1 * 3-0 1-1 4-2 3 -
Víkingur ............... 0-3 0-3 * 2-0 2-6 2 -
Valur................... 0-4 1-1 0-2 M 1-7 1 -
KR bar sigur úr býtum með talsverðum yfirburðum og hlaut Kalstaðs-
bikarinn í 3. sinn, en Valur hefur unnið bikarinn 2 sinnum, og önnur félög
aldrei.
164