Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 181
Róðrarfélagi Reykjavíkur, og var æft af miklu kappi. Af ýmsum ástæðum
var þó ekki hægt að efna til keppni fyrr en í september, og fór „Róðrarmót
RFR" fram 1. sept. Róðrardeild Ármanns sendi A-lið sitt til móts við tvær
iveitir vir RFR, og eftir mjög harða og skemmtilega keppni tókst A-sveit
RFR að ná marki á undan Ármenningum og B-sveit RFR. Var það í þriðja
sinn, að RFR sigraði í þessari árlegu keppni, og vann það með því RFR-
vikarinn til fullrar eignar.
Auglýst hafði verið nýtt mót, „Reykjavíkurmót í róðri", sem var haldið
k september. Félögin sendu sína áhöfn hvort. Róið var 2000 m„ og var
<eppt um bikar, sem Vátryggingafélagið h.f. gaf til keppninnar.
Sveit Ármanns bar sigur úr býtum, og voru fyrstu Reykjavíkurmeistarar
* róðri þeir Haukur Hafliðason, Áki Lúðvígsson, Magnús Pórarinsson,
Ölafur Nielsen og Stefán Jónsson (stýrim.).
Meistaramót íslands í róðri fór fram þann 6. september, og sigraði sveit
Armanns einnig í þeirri keppni rnjög glæsilega. Sveitina, sem færði Glímu-
félaginu Ármann meistaratitilinn til baka, skipuðu þessir menn: Haukur
Hafliðason, Snorri Ólafsson, Magnús Þórarinsson, Ólafur Nielsen og
stýrim. Stefán Jónsson.
Á „Septembermóti Ármanns", sem haldið var 26. september, voru Ár-
'fienningar aftur sigursælir og kornu þannig i veg fyrir, að RFR. sem hafði
Verið ósigrandi árin á undan, fengi „Ármannsbikarinn" til eignar. Verður
því haldið áfram að keppa um þennan verðlaunagrip, unz annaðhvort fé-
,agið hefur sigrað fimm sinnum alls í þessari keppni.
Eftir þetta mót hófst vetrarstarfsemi hjá félögunum, og mun verða skýrt
frá sumarstarfsemi 1954 í næstu Árbók.
Að lokum má geta þess, að mikill hugur er hjá ræðurunum til utan-
'andsferða til að kynnast róðraríþróttinni erlendis. Bæði 1952 og 1953
^arst Róðrarfélagi Reykjavíkur boð frá þýzka félaginu „Liibecker Ruder-
Gesellschaft von 1885“ til þátttöku i róðrarmóti, en m. a. vegna fjárhags-
örðugleika sá RFR sér því miður ekki fært að taka þeim boðum.
Róðrarkeppni á árinu 1953
Róðrarmót RFR 1. september (1000 m.). Keppt um RFR-bikarinn, gefinn
I95l af stjórn RFR. Sigurvegari 1951 og 1952: RFR.
1. A-sveit RFR (Þráinn Kárason, Ólafur V. Sigurðsson, Bragi Ásbjörns-
s°n. Kristinn Sæmundsson, stm.: Ludwig H. Siemsen); 2. Róðrardeild Ár-
manns; 3. B-sveit RFR.
179