Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 189
SKIÐAIÞROTTIN
Eftir Harald Sigurðsson og Einar Kristjánsson
SkíSaárið 1953
Stjórn SEÍ og starístilhögun
FormaÖur: Einar Kristjánsson, Akureyri. Meðstjómendur: Einar B. Páls-
son, Reykjavík, Gisli B. Kristjánsson, Reykjavik, Halldór Helgason, Akur-
eyri, Sveinn Þórðarson, Akureyri. Varamenn: Stefán Kristjánsson, Reykja-
vík, Þórsteinn Bjarnason, Reykjavík, Jón Sigurðsson, Akureyri, Hermann
Stefánsson, Akureyri, Ólafur Jónsson, Akureyri. Endurskoðendur: Júlíus
Jónsson, Akureyri, Þórarinn Björnsson, Akureyri.
Á fyrsta fundi starfstimabilsitis skipti stjórnin þannig með sér verkum:
Einar B. Pálsson varaformaður með búsetu í Reykjavík, Halldór Helgason
gjaldkeri, Sveinn Þórðarson varaformaður með búsetu á Akureyri, enn-
fremur fundar- og bréfritari.
Stjórnin hefur haldið 12 fundi, alla á Akureyri. Um 20 mál hafa verið
tekin fyrir á fundum þessum. Um meiri háttar málefni hefur verið samráð
við alla stjórnarmenn.
Afrit af öllum fundargerðunt liafa jafnharðan verið send meðlimum SKÍ
°g ýmsum öðrum aðilum.
Sambandsfélög SKÍ á starfstímabilinu:
1. Héraðssamband Suður-Þingeyinga. Virkir skíðamenn 62.
Form. Ingi Tryggvason, Laugum.
2. Iþrótiabandalag HafnarfjarÖar. Virkir skíðamenn 55.
Form. Gisli Sigurðsson, Hverfisg. 38, Hafnarfirði.
3. íþróttabandalag Ólafsfjarðar. Virkir skíðamenn 25.
Form. Björn Stefánsson, Ólafsfirði.
187