Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 205
16. Sundknattleiksmeistaramót íslands
£ói fram í Sundhöll Reykjavíkur dagana 11,—18. maí. Fjögur lið tóku þátt
í mótinu frá Rvíkurfélögunum Ármanni, ÍR, KR og /Egi.
Hér fer á eftir tafla, er sýnir úrslit mótsins og einstakra leikja.
Félög Ármann Ægir KR ÍR L. U. J. T. St. Mörk
ísl.meistarar Ármann ■¥■ 5:3 6:0 8:0 3 3 0 0 6 19:3
2. Ægir .... 3:5 * 2:1 2:2 3 1 1 1 3 7:8
3. KR 0:6 1:2 * 5:1 3 1 0 2 2 6:9
4. ÍR 0:8 2:2 1:5 * 3 0 1 2 1 3:15
Ármenningar urðu íslandsmeistarar í 14. sinn, og sýndu þeir nokkra yf-
irburði í mótinu, samleikur þeirra og úthald var mun betra en hinna lið-
anna. — í liði Ármanns voru eftirtaldir nrenn: Stefán Jóhannsson, Ólafur
Oiðriksson, Theodór Diðriksson, Sigurjón Guðjónsson, Pétur Kristjánsson,
Guðjón Þórarinsson, Einar Hjartarson og Rúnar Hjartarson. Þjálfari liðs-
ins er Þorsteinn Hjálmarsson.
14. Sundknattleiksmeistaramót Reykjavíkur
var haldið í Sundhöllinni dagana 23. nóv. til 8. des. Úrslitaleikur mótsins
fór fram á Sundnreistaramóti Reykjavíkur 8. des. Fimm lið tóku þátt í ínót-
inu að þessu sinni, A- og B-lið frá Ármanni og eitt lið frá hverju hinna fé-
laganna, ÍR, KR og Ægi.
Úrslit mótsins og einstakra leikja urðu þessi:
Félög Á-A KR Æ ÍR Á-B L. U. J. T. St. Mörk
Rvíkurmeistarar
Ármann-A .... * 7:2 7:3 5:0 8:0 4 4 0 0 8 27:5
2. KR ......... 2:7 * 4:0 4:3 2:0 4 3 0 1 6 12:10
3. Ægir ....... 3:7 0:4 + 5:1 2:0 4 2 0 2 4 10:12
4. ÍR ......... 0:5 3:4 1:5 * 5:1 4 1 0 3 2 9:15
5. Ármann-B .. 0:8 0:2 0:2 1:5 * 4 0 0 4 0 1:17
Úrslitaleikurinn milli Ármanns-A og KR var nokkuð jafn framan af, og
rtóðu leikar 2:1 fyrir Ármann í hálfleik. í seinni hálfleik sóttu Ármenning-
ar fastar og unnu 7:2 eftir nokkuð harðan leik a£ beggja hálfu.
Ármenningar urðu nú Reykjavíkurmeistarar í tólfta sinn, þeir eru: Stef-
án Jóhannsson, Ólafur Diðriksson, Sigurjón Guðjónsson, Theodór Diðriks-
son, Einar Hjartarson, Pétur Kristjánsson og Rúnar Hjartarson.
203