Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 212
met. — 50 m. baksund. karla: 1. Jón Helgason, ÍA, 34,3 sek. — 400 m. bringu-
sund. kvenna: 1. Súsanna Magnúsdóttir, ÍA, 7:58,0 niín. —50 m. bringusund
liarla: 1. Lindberg Þorsteinsson, Þ, 38,6 sek. (Austurlandsmet). — 100 m.
frjáls aðferð karla: 1. Helgi Hannesson, íA, 1:11,6 mín.; 2. Steinar Lúðvíks-
son, Þ, 1:11,6 mín. Timi Steinars er nýtt Austurlandsmet. — 50 m. bringu-
sund kvenna: 1. Jóhanna Óskarsdóttir, Þ, 48,8 sek. — 50 m. baksund kvenna:
1. Erna Marteinsdóttir, Þ, 44,0 sek.; 2. Bára Þórarinsdóttir, Þ, 44,4 sek.
Erna setti Austurlandsmet, bætti sitt eigið um 1/10 úr sek. — 4 y.50 m. frjáls
aðferð karla: 1. íþróttabandalag Akraness 2:13,1 mín.; 2. Sveit Neskaup-
staðar 2:13,3 mín. Sveit Neskaupstaðar setti nýtt Austurlandsmet, gamla
metið var 2:38,1 mín.
Daginn eftir mótið var keppt í 50 m. baksundi karla með þeim árangri,
að Jón Helgason, Akranesi, setti íslandsmet í því, bætti hann hið ágæta
met Ara Guðmundssonar, Æ, um 1/10 úr sek. og synti á 33,8 sek.
Keppni íslenzka landsliðsins í sundknattleik ó Norðurlanda-
meistaramótinu í Gjövik
Snemma á árinu voru allir beztu sundknattleiksmenn landsins valdir úr
til æfinga undir keppni á Norðurlandameistaramótinu í sundknattleik,
sem haldið var í Gjövik í Noregi 24.-26. júlí. Þjálfari þeirra var Þorsteinn
Hjálmarsson, æfingar voru stundaðar af miklum áhuga, og voru sund-
knattleiksmönnunum settar mjög strangar reglur af þjálfaranum.
Til Noregs var farið að kvöldi hins 21. júlí með Heklu, millilandaflugvél
Loftleiða.
Landsliðið skipuðu eftirtaldir menn: Ólafur Diðriksson, Á, Theodór Dið-
riksson, Á, Pétur Kristjánsson, Á, Rúnar Hjartarson, Á, Einar Hjartarson,
Á, Guðjón Þórarinsson, Á, Einar Sæmundsson, KR, Sigurgeir Guðjónsson,
KR, Leifur Eiríksson, KR, Halldór Bachmann, Æ, og Örn Harðarson, ÍR-
Fyrsti leikur íslenzka liðsins var við Dani 24. júlí. Sigruðu Danir með H
mörkum gegn 2. Mörk íslendinganna settu þeirGuðjón ÞórarinssonogSig-
urgeir Guðjónsson. Annar leikur liðsins var við Svía. Þann leik unnu Svíar
með 11:0. Þriðji leikurinn var við Norðmenn, sem unnu með 6:0, og síðasti
leikurinn við Finna, er unnu með 8:1, mark íslendinganna setti Sigurgeir
Guðjónsson.
Úrslit mótsins urðu þau, að Norðurlandameistarar 1953 urðu Danir,
hlutu 8 stig (mörk 29:13); 2. Svíar 5 stig (25:13); 3. Norðmenn 5 stig (19:12):
4. Finnar 2 stig (12:14) og 5. íslendingar 0 stig (3:36).
210