Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 3
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
1. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> JÚLl-SEPT. 1942
Andspœrris dauðanum.
Úr bókinni „Flight to Arras“
eftir Antoine de Saint-Exupéry.
rAe Saint-Exupéry kapteinn
og Dutertre undirforingi
rnæti hjá majórnum!“
Þessi skipun þýddi, að við átt-
um að fara í enn einn árangurs-
lausan skyndileiðangur. Þetta
var síðast í maímánuði 1940,
herinn var á undanhaldi og al-
Antoine de Saint-Exupéry er fæddur í
JLions í Frakklandi. Ellefu ára gamall
hlaut hann loftskírn sína í lítilli,
ófullkominni flugvél, sem áhugasam-
ur leikmaður þar i hænum hafði búið
til, og upp frá þvi var Antoine aldrei
í vafa um, hvað hann ætlaði að verða.
A árunum 1921—1926 var hann í
franska flugflotanum, og frá 1926—
1934 var hann í þjónustu franska
flugfélagsins i Afríku og Suður-Ame-
ríku. Á meðan Frakkar tóku þátt í
striðinu var hann könnunarflugmað-
ur, en flúði til Bandaríkjanna 1940.
gert hrun blasti við. Allt var
í upplausn umhverfis okkur.
Áhöfn eftir áhöfn var fórnað.
Það var eins og að reyna að
slökkva skógareld, með því að
hella úr vatnsglasi.
Fimmtíu og þriggja manna
flugnjósnaflokkur var allt og
sumt, sem franski herinn hafði
á að skipa. Af þeim voru 23 í
okkar sveit, en á 3 vikum hurfu
17. Hópurinn minnkaði eins og
vaxmoli, sem bráðnar. í gær, er
ég var að tala við Gavoille und-
irforingja, varð mér að orði:
„Við skulum athuga málið að
stríðinu loknu.“ Gavoille blöskr-
aði hreint og be:nt og svaraði:
,,Eg vona, að þér meinið þetta
ekki, kapteinn, að þér búizt við
að sleppa lífs úr þessu stríði?“