Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 29
LOFTÁRÁSIR OG SJÓNHVERFINGAR
27
Oft á tíðum er dulbúningur
nægilegur, ef aðeins er hægt að
dylja skotmarkið þangað til
flugvélin er að heita má beint
fyrir ofan það. Plugvél, sem
flýgur í 20.000 feta hæð með
þrjú hundruð mílna hraða á
klukkustund, eða fimm mílna
hraða á mínútu, verður að koma
auga á skotmarkið í tíu mílna
fjarlægð, miða í fimm mílna
fjarlægð og sleppa sprengjunni
í þriggja mílna fjarlægð.
Náttúran verður oft til þess
að afhjúpa það, sem dulbúið er.
Á þýzku sveitabýli, sem lá rétt
við flugvöll, var mikið af áveitu-
skurðum. Framlengingar af
þessum skurðum voru málaðar
um þveran og endilangan flug-
völlinn. Þetta leit ofur eðlilega
út á myndum enskra flugmanna
— þangað til vatnið í hinum
raunverulegu skurðum fraus.
Litnum á máluðum laufblöðum
verður að breyta eftir árstíðum,
og margt annað verður að taka
til greina.
Ljósmyndavélin er aðalhjálp-
artæki flugmannsins til þess að
sjá við dulbúningi. óvinanna.
Dulmálning getur litið eðlilega
út á einni mynd. En ef teknar
eru myndir af sama staðnum
kvölds og morgna, verður oft
annað uppi á teningnum. Sólin
hefir þá færzt, en hinir máluðu
skuggar eru óbreyttir. Með f jar-
víddar- (stereoskop) Ijósmynda-
vélum hefir Bretum oft tekizt
að sjá við slíkum herbrögðum
Þjóðverja. Þessar myndavélar
taka tvær myndir samtímis og
ef myndirnar eru skoðaðar í
stereoskopi, fá þær fjarvídd, en
þó vitanlega því aðeins, að það
sem myndað er hafi einhverja
dýpt, en sé ekki aðeins 'málaður
flötur.
Þannig skiptast á sókn og
vörn á þessu sviði hernaðarins
sem öðrum.
Skyldur í hernaði.
Liðþjálfi í herskóla var að semja ritgerð. „Það er almennt
álitið,“ skrifaði hann, ,,að æðsta skylda góðs hermanns sé að
fórna lífi sínu fyrir föðurlandið. Þetta er misskilningur. Æðsta
skylda góðs hermanns er að láta óvini sina fórna lífinu fyrir
föðurland sitt.“ David Goldberg í „Chicago Sun".