Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 75
HVAR Á AÐ HEFJA SÓKNINA ?
73
Rússa, með því að hefja sókn á
Kyrrahafi.
(i) Hættulegasta flota mönd-
ulveldanna — japanska flotann
— er aðeins hægt að eyðileggja
á Kyrrahafi.
(j) Bandaríkin geta bezt
tryggt sig fyrir árás með því
að hefja sókn sjálf.
(k) Með því að hef ja sókn á
Kyrrahafi og leiða hana far-
sællega til lykta, verður hægt
að senda mikið lið til landanna
við austanvert Miðjarðarhaf til
sóknar þar.
(l) Lokasókn með þeim herj-
um, sem losna við þetta, um
Rússland að norðan og við Mið-
jarðarhaf að sunnan mun losa
marga bandamenn úr viðjum,
þ. e. Grikki, Júgóslava og Tékkó-
slovaka.
I ljósi þess, sem hér hefir
verið sagt, virðist það augljóst,
að Kyrrahafið verði valið til
sóknar strax, og öllum kröftum
einbeitt þar, en á hinar víg-
stöðvarnar verði ekki sent meira
en nægir til að halda möndul-
veldunum í skefjum þar, þang-
að til búið er að hreinsa til á
og við Kyrrahaf, og hægt verð-
ur að greiða úrslitahöggið á
Atlantshafsvígstöðvunum.
II.
Þá er að athuga, hvað muni
nægjanlegt að hafa mikinn her-
afla á Atlantshafsstöðvunum til
að halda jafnvægi á þeim. Þarf
þá fyrst að taka þrjú atriði til
greina: Hvað er mikið banda-
mannalið þar, hversu mikið lið
hafa möndulveldin þar á móti
og hversu mikilvæg eru þau
lönd frá hernaðarlegu sjónar-
miði, sem verja þarf.
Séu tvö fyrstu atriðin tekin
til athugunar, þá sést, að brezki
flotinn er öflugri en möndul-
veldaflotarnir, flugherir Breta
og Rússa eru stærri en möndul-
veldanna og landherirnir brezku
og rússnesku eru mannfleiri en
fjandmannanna.
Þá er að athuga mikilvægi
landsvæðanna, sem um er barizt.
Það, sem halda verður, er: 1)
Bretlandseyjar, 2) víglínan
Leningr ad—Moskva—Kákasus
og 3) löndin við Miðjarðarhafs-
botn.
Löndin við Miðjarðarhafs-
botn eru mikilvægust þeirra,
sem halda verður. Falli þau, ná
möndulveldin Suez og olíunni
þar í grennd, rjúfa flutninga-
leiðina til Rússa um Persíu,
trufla siglingar um Indlandshaf'
og gefa Itölum og Þjóðverjum