Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 30
Eiturlyf eru ægilegt vopn í höndum þeirra,
sem ekki skirrast við að nota þau.
Leynivopn Japana.
Grein úr „Elks Magazine“
eftir James Monahan.
¥ JÚNlMÁNUÐI árið 1938
* komu fulltrúar 27 þjóða
saman til fundar í höll Þjóða-
bandalagsins í Genf í Sviss.
Þetta var alþjóðanefndin, er sá
um baráttuna gegn ópíum og
öðrum hættulegum eiturlyf jum.
Sex árum áður höfðu verið góð-
ar horfur á því, að nefndinni
ætlaði að verða svo vel ágengt í
starfi sínu, að henni tækist að
útrýma þessari gömlu bölvun
mannkynsins.
Nú horfði öðruvísi við, því að
hjá nefndinni hrúguðust upp
sönnunargögn, sem öll bentu í
þá átt, að Japan hefði stofnað
til geysilega víðtækrar eitur-
lyfjaverzlunar, þar sem beitt
væri öllum nýjustu verzlunar-
aðferðum til að auka viðskipt-
in, auk svívirðilegustu bragða,
sem nokkur gat hugsað sér.
Japan hafði breytt Mansjúríu
í gríðarstórt eiturlyf jaforðabúr.
Japanskir hermenn neyddu kín-
verska bændur til að rækta ópí-
umjurtina, en auk þess keyptu
japanskir kaupsýslumenn ó-
grynni af beztu tegund af ópí-
um frá Persíu og það var flutt
heim til Japan í flutningaskip-
um hersins, Þar var því breytt
eins og þurfa þótti, í reykópíum,
heroín eða morfín, og sent út
um allan heim.
Síðan 1938 hafa ótal önnur
sönnunargögn komið fram í
málinu, svo að ekki er framar
um neitt að villast, en þetta er
ótrúlegt samt.
Eftir 1912 hafa flestar þjóð-
ir unnið markvisst að því að út-
rýma eiturlyfum. — Það ár
var haldin ráðstefna um þessi
mál í Haag í Hollandi og gerð-
ur sáttmáli um baráttuna í þess-
um efnum, og árið 1928 var
einnig gerð samþykkt um þau í
Þjóðabandalaginu. Japanir voru
aðilar að báðum samþykktun-
um. Kínver jar gripu strax til ör-
ugrra ráðstafana, sömuleiðis
Japanir og Persar, en þeir síð-