Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
ekkert viðsjárvert, tóku þeir að
garga og baða vængjunum.
En særði skarfurinn brauzt
um í sjónum og blakaði vængj-
unum af kvölum. Hann sveið í
sárið af saltinu og gat ekki ver-
ið kyrr. Eftir nokkur augnablik
tók hann sig upp af sjónum og
flaug með feikna hraða allt að
bjargbrúninni, óður af sársauka.
Hann flaug þrjá hringi yfir
bjarginu, í stórum hringum,
eins og hann væri að reyna að
flýja kvalirnar í fætinum. Því-
næst steypti hann sér aftur
niður til skarfanna og settist
hjá þeim.
Hinir fuglarnir veittu honum
eftirtekt og tóku að garga.
Særði skarfurinn synti til eins
fuglsins, en hann rak upp væl
og rauk burtu. Hann nálgaðist
annan fugl, sem hjó grimmdar-
lega til hans með nefinu. Allir
fuglarnir vældu samtímis og
flugu upp með miklu vængja-
blaki. Og særði fuglinn fylgd-
ist með hópnum. Þeir flugu aft-
ur upp á hamarinn og settust
þar, köstuðu til hálsunum og
störðu í allar áttir, því að þeir
voru ekki enn lausir við hræðsl-
una, sem steinninn hafði valdið.
Særði fuglinn settist á hamarinn
hjá þeim, reyndi að standa upp,
en féll strax niður aftur. Með
erfiðismunum gerði hann aðra
tilraun og stóð á ósærða fætin-
um.
Þegar hinir fuglarnir höfðu
sannfærst um, að enginn óvin-
ur væri á næstu grösum, tóku
þeir að horfa tortryggnislega á
særða fuglinn. Hann var með
lokuð augun og rambaði óstöð-
ugur á öðrum fæti. Þeir sáu
brotna fótinn, sem dinglaði.
máttlaus við búkinn og að fugl-
inn hreyfði vængina þreytulega.
Þeir hófu garg mikið. Einn
þeirra hljóp til særða fuglsins
og hjó til hans. Hann gaf frá
sér lágt væl og féll fram á
bringuna. Hann baðaði út
vængjunum, rak nefið upp í loft-
ið og gapti, eins og ungi í
hreiðri, þegar hann býst við
fæðu.
Allur hópurinn gargaði og
hófst til flugs. Þeir flugu yfir
sjóinn, hátt uppi í lofti. Særði
fuglinn komst með erfiðismun-
um af stað og flaug á eftir
þeim. En þeir voru langt á und-
an honum, því að hann var svo
máttvana, að hann gat ekki
fylgt þeim. En þeir komu aftur
í áttina til bjargsins og hann
snéri við með þeim og þeir flugu
lágt yfir sjóinn. Svo hófu þeir