Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 110

Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL skrifa þetta heim. Þetta kemur í blöðunum. Fjandmennirnir hafa séð, hve brjálaður Foring- inn er.“ Og Tonder hélt áfram að hlæja. „Sigur eftir sigur, dýpra og dýpra í sírópið." Hann var að kafna af hlátrinum og hóst- aði í vasaklútinn sinn. „Kann- ske er Foringinn brjálaður. Flugurnar sigra flugnaveiðar- ann. Flugurnar leggja undir sig tvö hundruð mílur af nýjum flugnaveiðurum! “ Lofti fór nú að skiljast, að þessi hlátur var ekki heilbrigð- ur og hann gekk að Tonder og gaf honum utanundir. Hann sagði: „Hættið þessu, liðsfor- ingi!“ Tonder hélt áfram að hlæja og Loftur sló hann aftur í and- litið og sagði: „Hættið þessu, liðsforingi! Heyrið þér það!“ Allt í einu hætti Tonder að hlæja og engin hljóð heyrðust í herberginu, nema suðið í lugt- unum. pNGINN var á ferli að næt- urlagi, því að ströngu um- ferðarbanni var framfylgt. Hús- in voru eins og dökkar þústur í snjónum. Við og við gekk sex manna varðflokkurinn um göt- urnar og snjórinn marraði undir stígvélum mannanna. Litla húsið með háu burstinni við hliðina á járnsmiðjunni hafði litla snjóhettu eins og önnur hús. Hlerar voru fyrir gluggun- um, svo að engin skíma sást ut og stormhurðin var harðlæst. En inni logaði lampi í litlu setu- stofunni. Hún var að vísu lítil og fátækleg, en þó hlýleg og viðkunnanleg. Gamalt, slitið teppi var á gólfinu og vegg- fóðrið var farið að láta á sjá. Það var brúnt á lit, með gulln- um, frönskum liljum. Molly Morden sat í gömlum, bólstruðum hægindastól við borðið. Hún var að rekja upp gamla, bláa ullarpeysu og vatt bandið hnykil. Á borðinu við hliðina á henni voru prjónarnir hennar og stór skæri. Molly var ung, falleg og snyrtileg. Allt í einu hætti hún vinnu sinni, leit til dyra og lagði við hlustirnar. Fótatak varðsveitar- innar heyrðist utan af götunni og óljóst mannamál. Svo fjar- lægðist þetta og Molly tók aft- ur til vinnu sinnar. Innan stund- ar hætti hún aftur. Það heyrð- ist þrusk við dyrnar og síðan þrjú stutt högg. „Já?“ kallaði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.