Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 102

Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL Bentick kapteinn gekk á milli og fékk högg á höfuðið. Skýrsla læknis fylgir. Óskið þér, að ég lesi hana?“ „Þess þarf ekki,“ sagði Lans- er. „Látið þetta ganga eins fljótt og þér getið.“ „Nokkrir hermanna okkar geta vottað, að frásögn þessi er rétt. Herrétturinn hefir fundið fangann sekan um morð og ræð- ur til, að hann verði dæmdur til dauða.“ Lanser sneri sér að Alex. „Þér neitið því ekki að hafa drepið kapteininn?" Alex brosti, hryggur í bragði: „Ég hitti hann. Ég vissi ekki, að ég hefði drepið hann.“ Orden sagði: „Vel gert, Alex!“ Og þeir horfðu vinar- augum hvor á annan. Lanser ofursti sagði: „Öskið þér að gefa nokkra skýringu? Mér getur ekki dottið neitt í hug, sem gæti breytt dóminum. En við munum hlusta.“ Loftur sagði: „1 fullri virð- ingu leyfi ég mér að skjóta því inn í, að ofurstinn hefði ekki átt að segja þetta. Það gefur til kynna, að rétturinn sé ekki óhlutdrægur." Orden hló þurrlega. Ofurst- inn leit á hann og brosti ofur- lítið. „Hafið þér nokkra skýr- ingu að gefa?“ endurtók hann. Alex lyfti annarri hendinni og hin fylgdi eftir. Hann varð vandræðalegur á svip og lét þær báðar síga. „Ég var óður,“ sagði hann. „Ég er bráðlyndur. Hann sagði, að ég yrði að vinna. Ég er frjáls maður. Ég varð óður og ég hitti hann. Ég held, að ég hafi hitt hann illa. En það var ekki sá rétti.“ Hann benti á Loft. „Þetta er maðurinn, sem ég ætlaði að hitta.“ Lanser sagði: „Það skiptir ekki máli, hvern þér ætluðuð að hitta. Eruð þér hryggur yfir því að hafa gert þetta?“ Hann sneri sér til mannanna við borðið. „Það mundi líta vel út í skýrsl- unni, ef hann væri hryggur yfir- því.“ „Hryggur?" sagði Alex. „Ég er ekki hryggur. Hann skipaði mér að vinna — mér, frjálsum manni! Ég var vanur að stjórna. Og hann skipaði mér að vinna.“ „En ef þér verðið dæmdur til dauða, munduð þér þá ekki sjá eftir því ?“ Alex draup höfði og reyndi að vera heiðarlegur í hugsun sinni. ,,Nei,“ sagði hann, „þér eigið við, hvort ég mundi gera það aftur?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.