Úrval - 01.09.1942, Page 102
100
ÚRVAL
Bentick kapteinn gekk á milli
og fékk högg á höfuðið. Skýrsla
læknis fylgir. Óskið þér, að ég
lesi hana?“
„Þess þarf ekki,“ sagði Lans-
er. „Látið þetta ganga eins
fljótt og þér getið.“
„Nokkrir hermanna okkar
geta vottað, að frásögn þessi er
rétt. Herrétturinn hefir fundið
fangann sekan um morð og ræð-
ur til, að hann verði dæmdur
til dauða.“
Lanser sneri sér að Alex.
„Þér neitið því ekki að hafa
drepið kapteininn?"
Alex brosti, hryggur í bragði:
„Ég hitti hann. Ég vissi ekki,
að ég hefði drepið hann.“
Orden sagði: „Vel gert,
Alex!“ Og þeir horfðu vinar-
augum hvor á annan.
Lanser ofursti sagði: „Öskið
þér að gefa nokkra skýringu?
Mér getur ekki dottið neitt í
hug, sem gæti breytt dóminum.
En við munum hlusta.“
Loftur sagði: „1 fullri virð-
ingu leyfi ég mér að skjóta því
inn í, að ofurstinn hefði ekki
átt að segja þetta. Það gefur til
kynna, að rétturinn sé ekki
óhlutdrægur."
Orden hló þurrlega. Ofurst-
inn leit á hann og brosti ofur-
lítið. „Hafið þér nokkra skýr-
ingu að gefa?“ endurtók hann.
Alex lyfti annarri hendinni
og hin fylgdi eftir. Hann varð
vandræðalegur á svip og lét þær
báðar síga. „Ég var óður,“ sagði
hann. „Ég er bráðlyndur. Hann
sagði, að ég yrði að vinna. Ég
er frjáls maður. Ég varð óður
og ég hitti hann. Ég held, að ég
hafi hitt hann illa. En það var
ekki sá rétti.“ Hann benti á
Loft. „Þetta er maðurinn, sem
ég ætlaði að hitta.“
Lanser sagði: „Það skiptir
ekki máli, hvern þér ætluðuð að
hitta. Eruð þér hryggur yfir því
að hafa gert þetta?“ Hann sneri
sér til mannanna við borðið.
„Það mundi líta vel út í skýrsl-
unni, ef hann væri hryggur yfir-
því.“
„Hryggur?" sagði Alex. „Ég
er ekki hryggur. Hann skipaði
mér að vinna — mér, frjálsum
manni! Ég var vanur að stjórna.
Og hann skipaði mér að vinna.“
„En ef þér verðið dæmdur til
dauða, munduð þér þá ekki sjá
eftir því ?“
Alex draup höfði og reyndi að
vera heiðarlegur í hugsun sinni.
,,Nei,“ sagði hann, „þér eigið
við, hvort ég mundi gera það
aftur?“