Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
hundruðum skipti þátt í þessu
heiðingjahófi, sem hófst með
íþróttakeppni seinni hluta dags
og lyktaði um miðnætti í nökt-
um dansi umhverfis bálköst
undir heiðum himni. Sem „verð-
laun“ fyrir íþróttaafrekin fyrr
um kvöldið, var piltum þeim og
stúlkum, sem sköruðu fram úr,
parað saman, og þeim vísuð leið
til tjalda og látin dvelja þar um
nóttina, tvö og tvö í tjaldi.
Þrátt fyrir mótspyrnu ka-,
þólskra manna og kalvinskra í
Hollandi, er engan bilbug að
finna á kerfisbundnum tilraun-
um nazista til að gegnsýra kyn-
ferðislífið þar. „Vér höfum bor-
ið birtu hins kynferðislega
þroska inn í skóla þessarrar
kalvinssinnuðu þjóðar,“ segir í
,,Rasse“ enn að nýju, ,,og vér
höfum gefið hollenzku stúlkun-
um öll hugsanleg tækifæri til að
komast í kynni við hermenn
vora“. Eftirfarandi reglugerð,
sem ég komst yfir eftir króka-
leiðum frá Hollandi, opinberar
oss töluvert í þessu sambandi:
Um samband þýzkra setuliðs-
manna við hollenzkar konur.
Viðbótartilskipun við reglugerðir
áður útgefnar:
1) Vinsamleg mök hermanna vorra
og hollenzku kvenþjóðarinnar ber
eins og áður að efla. 1 frítímum
hermannanna er skylt að gefa
þeim sem ríkulegust tækifæri, til
að ná kynnum hollenzkra stúlkna,
hvort sem er í ,,klúbbum“, leik-
húsum eða á íþróttasvæðum.
2) Hermenn eru afdráttarlaust var-
aðir við að stofna til kunnings-
skapar við eftirtaldar tegundir
kvenna:
(a) skækjur og stúlkur, sem bú-
azt má við að þjáist af kyn-
ferðissjúkdómum;
(b) stúlkur, sem grunur leikur á
að hafi hinn minnsta vott
gyðingablóðs í æðum sínum;
(c) stúlkur, sem eru afkomendur
Hollendinga og innfæddra
manna í hollenzku Austur-
Indíum;
(d) stúlkur, sem með látbragðí
sínu sýna, að þær eru hlynnt-
ar féndum vorum, eða sem
ekki er á annan hátt hægt að
treysta stjórnmálalega.
3) Hinum þýzka hermanni ber ekki
að lita á mök sín við hollenzkar
stúlkur sem holdlegs eðlis einvörð-
ungu. Hver einasti hermaður ætti
að vera sér þess meðvitandi, hvar
og hvenær sem er, að hann er
umbjóðand'i foringjans, og að það
er skylda hans að glæða skilning-
félaga síns á áformum vorurn.
4) Stúlkur, sem verða barnshafandi,
sökum holdlegra maka við þýzka
hermenn, skulu hernaðaryfirvöld-
in veita fulla siðferðilega og fjár-
hagslega hjálp, innan þeirra tak-
marka, er þau sjálf setja.
(Undirritað: Próf. dr. Walther Gross,
Berlín, 15. sept.. 1941).