Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
námur, hjá Solikamsk, sem gefa
af sér 2.000.000 smálesta af
þessu nauðsynlega hráefni til
hergagnaframleiðslu. IJr úr-
gangsefnum þess er unnið
magnesíum, sem notað er í flug-
vélamótora og íkveikjusprengj-
ur.
I Krasnouralsk eru kopar-
námur. Zink er framleitt í Che-
lyabinsk og í Alapevsk eru
óþrjótandi asbestnámur. All-
mikið af nikkel er framleitt í
Kahilovo og Ufalei. Hjá Kam-
insk eru bauxitenámur og er
unnið úr því aluminium — en
megnið af aluminium Rússlands
var þó framleitt í héruðum, sem
nú eru á valdi óvinanna.
I Úralfjöllunum hafa einnig
fundizt nýjar olíulindir, sem
álitnar eru þær mestu í heimi.
Olían er unnin í Ufa, þar sem
fullkomin olíuhreinsunarstöð
var reist árið 1940. Amerískir
verkfræðingar, sem byggðu
hana, sögðu mér, að hún mundi
framleiða nálega 500.000 smá-
lestir af flugvélabenzíni þegar á
fyrsta starfsári. I Saratov við
Volgu er önnur olíuhreinsunar-
stöð, sem framleiðir flugvéla-
benzín. Hún átti að vera tilbúin
1941, en um afköst hennar er
mér ekki kunnugt.
I Ufa er einnig ein af stærstu
dieselvélaverksmiðjum Sovjet-
lýðveldanna. Ég sá þær aðeins
úr járnbrautarglugga, en þær
voru stórfenglegar tilsýndar.
Það, sem valdið hefir mestum
erfiðleikum í iðnaðarþróun
Sovjet-Rússlands, er skortur á
orku og flutningserfiðleikar. 1
Uralhéruðunum eru nú sjö orku-
ver, sem samtals framleiða um
fjórar billjónir kílóvatta. Þær
eru allar tengdar þannig saman,
að ef ein bilar, taka hinar við.
Mikið hefir einnig verið lagt af
járnbrautum. Þrjár línur hafa
verið lagðar eftir endilöngum
Uralhéruðunum og er nú flutn-
ingshraðinn orðin meiri þar en
hann er að meðaltali í öðrum
héruðum Rússlands.
Rússar hafa misst margar
flugvélaverksmiðjur. Þó búa
þeir enn yfir meiru í því
efni en almennt er álitið. I Perm
er ein af stærstu flugvélamótor-
verksmiðjum þeirra, yfir 1000
km. í norðaustur frá Moskvu.
Enginn útlendingur hefir stigið
fæti sínum þar í mörg ár og
verkamenn þar eru hvattir til
að ferðast sem minnst til að
ekkert berist út um fram-
kvæmdir þar. í Voronezh, Gorki,
Kazan, Tomsk, Irkutsk, Khabar-