Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 65
'SVISS — EYJAN I ÓFRIÐARHAFINU
63
ber undir. Kommúnistaflokkur-
inn og fasistaflokkarnir eru þar
bannaðir og engum þeirra leyft
að halda fundi. Engu að síður
er það vitað mál, að kommún-
istaforingjar ganga þar lausir
og kunnir fasista foringjar beita
persónulegum áhrifum sínum til
hagsmuna fyrir möndulveldin.
Brezku sendisveitinni í Bern
er leyft að gefa daglega út
stutta fréttaskýrslu á þrem
tungumálum — þýzku, frönsku
og ensku — og þessum frétta-
skýrslum er dreift ókeypis á
meðal þeirra, sem þess æskja.
En ekki er leyfilegt að hafa þær
til sýnis á gistihúsum, veitinga-
húsum eða öðrum opinberum
stöðum. Útlendir fréttaritarar
hafa jafnt aðgang að heimild-
um bandamanna sem möndul-
veldanna, og hafa tiltölulega
frjálsar hendur með fréttasend-
ingar. Af þessu leiðir, að Bern
er hin ákjósanlegasta gróðrar-
stía fyrir hvers konar orðróm
og slúðursögur. Þetta á ekki
einungis við um útlendar fréttir.
I sjálfu Sviss byrja fréttir og
frásagnir oft á: „Mér var sagt
í Bern . ..“ eða: ,,Það var sagt
í Bern . ..“
'Þrátt fyrir árvekni Þjóðverja
og ásakanir þeirra um hlutleys-
isbrot, eru svissneskir blaða-
menn óhræddir að láta í ljósi
skoðanir sínar, einkum í hinum
þýzkumælandi hluta landsins.
Það er fróðlegt að veita því at-
hygli, að allur hinn svonefndi
þýzki hluti landsins er eindregið
and-nazistiskur. Á hinn bóginn
siglir hinn franski hluti þess
mjög beggja skauta byr í því
efni. En þeir eru þeim mun
ákveðnari í baráttu sinni gegn
bolsjevismanum.
Aðalblöðin í Genf og Laus-
anne, sérstaklega „Journal de
Geneve" og „La Suisse“, eru oft
eins og þau væru gefin út í
Vichy. Petain er hetja þeirra,
þau prédika leynt og ljóst um
nauðsyn þess að efla samvinnu
við hina nýju foringja Evrópu.
Af þessum orsökum hafa þau
náð mikilli útbreiðslu í hinum
óhernumda hluta Frakklands.
En þetta eru undantekningar.
Blöðin í Basel, Ziirich, Lucern
og minni borgum eru opinská
og hreinskilin, oft óþægilega
opinská fyrir hina háu herra í
„Bundeshaus“, þó að þau eigi
stöðugt á hættu að verða bönn-
uð. Þessi blöð láta aldrei hjá
líða að gagnrýna hverja nýja til-
slökun, sem stjórnin telur sig
þurfa að gera við Þjóðverja.