Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 85
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
83
með hjálm og brynhanzka, birt-
ist í gættinni.
„Kveðja frá Lanser ofursta.
Lanser ofursti beiðist viðtals við
yðar hágöfgi.“
Jósep opnaði hurðina upp á
gátt. Hjálmaði þjónninn gekk
inn fyrir og skimaði í flýti um
herbergið og vék síðan til hlið-
ar. „Lanser ofursti!“ tilkynnti
hann.
„Annar maður með hjálm á
höfði gekk inn í herbergið og
staða hans í hernum sást að-
eins á öxlunum. Á eftir honum
kom frekar lágur maður vexti ,í
dökkum fötum. Ofurstinn var
miðaldra, grár og harður á svip
og þreytulegur. Hann var axla-
breiður eins og hermaður, en
augnaráðið var ekki eins tómt
og í venjulegum hermanni. Mað-
urinn að baki honum var sköll-
óttur, rjóður í kinnum, augun
lítil og dökk, munnurinn hold-
legur.
Lanser ofursti tók af sér
hjálminn. Hann hneigði sig
snöggt og sagði: „Yðar há-
göfgi!“ Hann hneigði sig fyrir
frúnni: „Frú!“ Og hann sagði:
„Undirforingi, gjörið svo vel
að loka hurðinni."
Lanser leit spurnaraugum til
læknisins og Orden borgar-
stjóri sagði: „Þetta er herra
Winter.“
„Skrifstofumaður ?“ spurði
ofurstinn.
„Læknir, og ef svo mætti
segja, sagnfræðingur borgar-
innar.“
Lanser hneigði sig lítið eitt
og snéri sér að samfylgdar-
manni sínum. „Þér þekkið herra
Correll,“ sagði hann.
Borgarstjórinn sagði: „Ge-
orge Correll ? Auðvitað þekki ég
hann. Komdu sæll, George?“
Winter læknir greip snögg-
lega fram í og sagði, mjög há-
tíðlega: „Yðar hágöfgi! Vinur
vor George Correll, undirbjó
allt hér í borginni fyrir innrás-
arherinn. Velgerðarmaður vor,
George Correll, sendi hermenn
vora burtu úr borginni. Mið-
degisverðargestur vor, George
Correll, hefir samið skrá yfir
öll vopn, sem til eru í borginni.
George Correll, vinur vor!“
Correll sagði reiðilega: „Ég
gerði það, sem ég áleit vera rétt.
Og það er sæmd hverjum
manni.“
Orden var með hálfopinn
munninn. Hann vissi ekki, hvað-
an á sig stóð veðrið. Hann
horfði ráðþrota frá Winter til
Corrells. „Þetta er ekki satt,“