Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 28

Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 28
26 tJRVAL íbúðarhverfi. Eftirlíkingar af flugbrautum, búnar til úr lími og hvítu dufti eru gerðar hér og þar á opnum sléttum, en á raunverulegum flugvöllum eru gerðar eftirlíkingar af þjóðveg- um. Amerískur blaðamaður, sem verið hefir í Bretlandi, gizkar á, að um þriðjungur af öllum flug- völlum á tilteknu svæði hafi ver- ið eftirlíkingar. Á einum raun- verulegum flugvelli, sem um- kringdur var af íbúðarhúsum á allar hliðar, voru flugvélaskýlin dulmáluð þannig, að þau líktust húsunum í kring, með dyrum, gluggum og blómsturpottum í gluggunum. Þjóðverjar hafa breytt útliti Berlínar séð úr loftinu, svo að hún er að heita má algerlega óþekkjanleg. Á húsaþökunum blómstrar hverskonar gróður. Vötnum hefir verið breytt með grasi grónum flekum hér og hvar, og smátjarnir algerlega huldar með því að strengja net yfir þær. Hið breiða stræti ,,Unter-den-Linden“, sem áður var einhver bezti leiðarvísirinn fyrir flugmenn, hefir nú verið mjókkað um helming með því að reisa grindur og strengja net yfir það. I Hamborg voru Þjóðverjar í vandræðum með Alster Bassin, sem vísaði leiðina alveg að hjarta borgarinnar. Með flekum og grindum logðu þeir götur um það þvert og endilangt. Síðan bjuggu þeir til eftirlíkingu af því lengra úti í flóanum, bjuggu til brúarlíkingu yfir það, dulmál- uðu járnbrautirnar þar í kring og máluðu götur þvert yfir brautarstöðina. Það var ekki fyrr en mörgum vikum seinna, að Bretar uppgötvuðu þetta með ljósmyndatökum. Það er almennt álitið, að svona blekkingar komist upp um síðir, en þær eru taldar hafa. unnið sitt hlutverk, ef þær hafa orsakað töf, óþarfa sóun eða óvissu hjá óvinunum um lengri eða skemmri tíma. 1 fyrra tókst Þjóðverjum að blekkja Englend- inga í nokkrar nætur með þvi að setja Ieiðarljós á flugvallar- eftirlíkingu, en hafa hinn raun- verulega flugvöll upplýstan eins og jólatré. En Bretar náðu sér seinna niðri í Egyptalandi, þeg- ar 18 sprengjuflugvélar möndul- veldanna, verndaðar 30 orustu- flugvélum gerðu árás á röð af olíugeymum, sem auðvitað voru eftirlíkingar, og rétt mátulega illa myrkvaðir til að hægt væri að koma auga á þá„
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.