Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
til þess að rækta Rickettsíur.
Með því að dreypa sýklablöndu
í nef á músum, fundu þeir, að
Rickettsíurnar bárust til lungn-
anna, sem voru prýðilegasta
gróðrarstía og þar fjölgaði
þeim geysilega. Því næst fóru
þeir svipað að og Weigl. Þeir
tóku lungun, sem full voru af
Rickettsíum, möluðu þau, drápu
sýklana og pressuðu síðan úr
grautnum bóluefni, sem sagt er
að gefi góðan árangur. Skýrsl-
ur um þetta hafa ekki verið birt-
ar á opinberum vettvangi, en
hvað sem því líður, þá hafa
þýzk yfirvöld skipað þessum
vísindamönnum að framleiða
bóluefnið í stórum stíl.
I Ameríku er verið að fram-
leiða enn eina tegund af Rickett-
síubóluefni. Það annast Mexíkó-
maðurinn dr. Castaneda, sem
hefir gert tilraunir á rottum og
dælt Rickettsíum inn í lungu
þeirra. Úr sýktum lungum hefir
hann framleitt bóluefni, sem
sagt er að veiti ónæmi bæði gegn
þeirri tegund útbrotataugaveiki,
sem algengust er í Ameríku, og
berzt með rottuflóm, og eins
hinni, sem algengust er í Evrópu
og berst með lúsum. Þegar þetta
er ritað, bíðum við enn árang-
urs af bólusetningu, sem hann
hefir framkvæmt á yfir hálfri
milljón Mexíkómanna.
f svipinn er augum baráttu-
manna á þessu sviði þó fyrst
og fremst beint til Evrópu.
Nylon-letur.
Nylon — undraefnið, sem mikið er notað í fínustu kvensokka
— er nú farið að nota í prentletur. Þykir það að mörgu leyti
gefast betur en blý, einkum í grannt letur. Nylon-letur þolir
olíu og benzín, sem venjulega er notað til að hreinsa letrið. Þegar
letrið er orðið slitið, má bræða. það upp og steypa úr því nýtt
letur. Science Digest.
•
Jj]FTIR STRlÐIÐ verða bílar model 1942 orðnir svo úreltir, að
menn munu skammast sín fyrir að aka í þeim, auk þess
verður hinn nýi bíll svo spameytinn, að það borgar sig ekki að
eiga eldri gerðir. Vélin í honum verður aftur í og hurðirnar verða
rennihurðir. S. A. E. Journal.