Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 104
102
IJRVAL
borgarstjóri laut að honum og
kyssti hann á kinnina. „Vertu
sæll, Alex,“ sagði hann.
Mennirnir við borðið sátu
þögulir, þegar varðmennirnir
fóru út með Axel. Orden leit út
um gluggann og sá, að snjónum
var í flýti sópað burtu af litlum
bletti. Hann starði á hann agn-
dofa og leit svo snögglega af
honum. Hann sagði við ofurst-
ann: „Ég vona, að þér vitið,
hvað þér eruð að gera.“
„Maður,“ sagði ofurstinn,
„hvort sem við vitum það eða
ekki, verður það að gerast.“
Það varð þögn í herberginu
og allir hlustuðu. Ekki þurfti
lengi að bíða. Skothvellur heyrð-
ist að utan. Lanser stundi þung-
an. Orden strauk hendinni
um ennið og dró djúpt andann.
Hróp heyrðist að utan. Rúðu-
brot flugu inn og Prackle liðs-
foringi kipptist við. Hann þreif
hendinni til axlarinnar og starði
á hana.
Lanser þaut á fætur og hróp-
aði: „Nú byrjar það! Eruð þér
illa meiddur, liðsforingi?"
„Öxlin,“ sagði Prackle.
Lanser skipaði fyrir: „Loft-
ur höfuðsmaður, það munu vera
spor í snjónum. Ég vil að leitað
sé að vopnum í hverju húsi.
Alla, sem hafa vopn, skal taka.
fasta. Þér, herra minn,“ sagði
hann við borgarstjórann, „eruð
tekinn fastur sem gisl. Og það
segi ég yður, að við munum
skjóta fimm, tíu, hundrað fyrir
hvern einn okkar manna.“
Orden sagði hægt: „Maður
með vissar endurminningar.“
F\AGAR og vikur og mánuðir
liðu. Það kom snjór og hann
þiðnaði aftur og snjóaði og
þiðnaði. Snjórinn hlóðst á hin-
ar dökku byggingar litlu borg-
arinnar og það varð að moka.
göng í snjóinn að dyrum hús-
anna. Frá höfninni komu kola-
vagnarnir tómir og fóru þangað
aftur fullir. En það gekk ekki
vel að ná kolunum upp úr jörð-
inni. Mistök áttu sér stað hjá
hinum góðu námumönnum. Þeir
voru klaufskir og sljóir. Vélar
biluðu og það tók langan tíma
að gera við þær. Fólk hins
sigraða lands var að hefna sín,
hægt og bítandi.
Slys vildu líka til á járnbraut-
inni. Skriður hlupu á vagnana.
og teinar voru rifnir upp. Þáð
var ekki hægt að láta neina lest
fara, nema athuga brautina
áður gaumgæfilega. Fólk var
skotið í hefndarskyni, en það