Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 88
86
ÚHVAL
sjá, hvernig fer. Ég býst við
vandræðum."
Orden borgarstjóri sneri sér
að ofurstanum. „Herra minn,
ég er einn af þeim og samt veit
ég ekki, hvað þeir munu gera.
Ef til vill vitið þér það. Sumir
menn mögla ekki gegn mönn-
um, sem settir eru yfir þá. En
fólkið hefir kosið mig og það
getur sett mig af. Ef til vill
verður það gert, finnist því, að
ég hafi gengið yður á hönd. Ég
veit það bara ekki.“
Ofurstinn sagði: „Þér munið
gera þeim greiða, ef þér haldið
þeim í skefjum.“
„Greiða?“
„Já, greiða. Það er skylda
yðar að vernda þá. Við verðum
að fá kolin. Foringjar okkar
segja okkur ekki, hvernig við
eigum að gera það. Þeir segja
okkur að ná þeim. Þér verðið
að láta mennina vinna og
tryggja þannig öryggi þeirra,
Orden borgarstjóri spurði:
„En ef þeir kæra sig ekki um
öryggi?“
„Þá verðið þér að hugsa fyrir
þá.“
Orden sagði og það var
hreykni í röddinni: „Fólkið
mitt vill ekki láta hugsa fyrir
sig. Það getur verið, að því sé
öðruvísi varið með yðar þjóð,
Ég er í óvissu um margt, eu
þetta er ég viss um.“
I sömu svipan vatt Jósep sér
inn úr dyrunum. Hann stóð
álútur og honum var mikið
niðri fyrir. „Hvað er það,.
Jósep?“ spurði frúin.
„Afsakið, frú,“ sagði Jósep,
„Afsakið, yðar hágöfgi. Það er
útaf Annie. Hún er orðin vond.
Hún þolir ekki hermennina
þarna við bakdyrnar.“
Ofurstinn spurði: „Hafa þeir
gert nokkuð af sér?“
„Þeir horfa á hana gegnum
dyrnar,“ sagði Jósep. „Hún þol-
ir það ekki.“
Ofurstinn sagði: „Þeir eru að
gegna skyldu sinni.“
„Það getur verið, en Annie
þolir ekki að láta stara á sig,“
sagði Jósep.
Frúin sagði: „Jósep, segið
Annie að gæta sín.“
„Já, frú.“ Jósep fór út.
Það kom þreytusvipur á
ofurstann. „Svo er það enn eitt,
yðar hágöfgi,“ sagði hann. „Get
ég sezt hér að með foringjaráð
mitt?“
Orden borgarstjóri var hugsi
andartak og sagði síðan: „Það
er þröngt hérna. Það er hægt
að fá stærri og þægilegri staði.“