Úrval - 01.09.1942, Page 88

Úrval - 01.09.1942, Page 88
86 ÚHVAL sjá, hvernig fer. Ég býst við vandræðum." Orden borgarstjóri sneri sér að ofurstanum. „Herra minn, ég er einn af þeim og samt veit ég ekki, hvað þeir munu gera. Ef til vill vitið þér það. Sumir menn mögla ekki gegn mönn- um, sem settir eru yfir þá. En fólkið hefir kosið mig og það getur sett mig af. Ef til vill verður það gert, finnist því, að ég hafi gengið yður á hönd. Ég veit það bara ekki.“ Ofurstinn sagði: „Þér munið gera þeim greiða, ef þér haldið þeim í skefjum.“ „Greiða?“ „Já, greiða. Það er skylda yðar að vernda þá. Við verðum að fá kolin. Foringjar okkar segja okkur ekki, hvernig við eigum að gera það. Þeir segja okkur að ná þeim. Þér verðið að láta mennina vinna og tryggja þannig öryggi þeirra, Orden borgarstjóri spurði: „En ef þeir kæra sig ekki um öryggi?“ „Þá verðið þér að hugsa fyrir þá.“ Orden sagði og það var hreykni í röddinni: „Fólkið mitt vill ekki láta hugsa fyrir sig. Það getur verið, að því sé öðruvísi varið með yðar þjóð, Ég er í óvissu um margt, eu þetta er ég viss um.“ I sömu svipan vatt Jósep sér inn úr dyrunum. Hann stóð álútur og honum var mikið niðri fyrir. „Hvað er það,. Jósep?“ spurði frúin. „Afsakið, frú,“ sagði Jósep, „Afsakið, yðar hágöfgi. Það er útaf Annie. Hún er orðin vond. Hún þolir ekki hermennina þarna við bakdyrnar.“ Ofurstinn spurði: „Hafa þeir gert nokkuð af sér?“ „Þeir horfa á hana gegnum dyrnar,“ sagði Jósep. „Hún þol- ir það ekki.“ Ofurstinn sagði: „Þeir eru að gegna skyldu sinni.“ „Það getur verið, en Annie þolir ekki að láta stara á sig,“ sagði Jósep. Frúin sagði: „Jósep, segið Annie að gæta sín.“ „Já, frú.“ Jósep fór út. Það kom þreytusvipur á ofurstann. „Svo er það enn eitt, yðar hágöfgi,“ sagði hann. „Get ég sezt hér að með foringjaráð mitt?“ Orden borgarstjóri var hugsi andartak og sagði síðan: „Það er þröngt hérna. Það er hægt að fá stærri og þægilegri staði.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.