Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 101
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
99
„Nú, já. Ég skal dæma Mord-
en, ef þér látið skjóta þá.“
„Yður er ekki alvara!“ sagði
ofurstinn.
„Jú, mér er alvara."
„Siíkt kemur ekki til mála.
Þér vitið það.“
,,Ég veit það,“ sagði Orden.
,,Og það sem þér farið fram á,
er heldur ekki hægt.“
Lanser sagði: ,,Ég vissi það
víst líka, að þegar til kastanna
kemur, verður að gera Correll
að borgarstjóra." Hann leit upp,
snögglega. „Ætlið þér að verða
hér kyrr meðan á réttinum
stendur?“
,,Já, ég verð kyrr. Alex verður
þá ekki eins einmana.11
Lanser leit upp og það brá
fyrir döpru brosi á andlitinu.
„Við höfum tekið að okkur
erfitt hlutverk, finnst yður það
ekki?“
„Jú,“ sagði borgarstjórinn,
„erfiðasta hlutverk í heimi, eitt
af því, sem ekki er framkvæm-
anlegt.“
„Og það er?“
„Að hneppa sál fólksins í
fjötra.“
D YLURINN beið ekki nætur-
innar. Klukkan ellefu var
farið að snjóa mikið og orðið
dimmt í lofti. Yfir borginni
hékk drungi, sem var dekkri en
skýin, ömurleiki vaxandi haturs.
Það var eins og starandi augu
væri bak við öll gluggatjöld og
þegar hervörðurinn gekk niður
aðalstrætið, hvíldu augun á
honum, nístandi köld.
I viðhafnarstofu hallarinnar
sat rétturinn að störfum. Lans-
er var fyrir öðrum borðendan-
um, með Hunter sér til hægri
handar og því næst Tonder, en
Loftur höfuðsmaður var við
hinn endann með blaðahrúgu
fyrir framan sig. Orden borgar-
stjóri var ofurstanum til vinstri
handar og Prackle næstur hon-
um. Hjá borðinu stóðu tveir
varðmenn með byssustingi
reiðubúna. Á milli varðmann-
anna stóð Alex Morden, ungur
maður, hár vexti og herðabreið-
ur, en mittismjór. Augun iágu
djúpt. Hann var handjárnaður
og spennti greipar og losaði þær
í sífellu.
Loftur höfuðsmaður las upp
af blaði, sem lá fyrir framan
hann: „Þegar honum var skipað
að fara aftur til vinnu, neitaði
hann því, og þegar skipunin var
endurtekin, réðist fanginn á
Loft höfuðsmann með haka,
sem hann hélt á.