Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
einbeitt á hinum mikilvægari
hlutum.
Þetta mun strax skipta stríð-
inu í tvo hluta, Atlantshafs-
hlutann og Kyrrahafs-hlutann.
Til þess að skera úr því, á hvor-
um hluta vígstöðvanna beri að
verjast og á hvorum sækja á,
verður að svara tveim spurn-
ingum:
1) Hvor hlutinn er í meiri
yfirvofandi hættu, þ. e. hvar
verður fjandmönnunum mest
ágengt gegn minnstri mót-
spyrnu ?
Svarið er greinilega á Kyrra-
hafs-hlutanum.
2) Frá hvorum hlutanum —
þegar búið er að sigra þar —
verður bezt að hef ja lokasókn-
ina?
Svarið verður hið sama og er
rétt að gefa nokkra skýringu á
því:
(a) Möldulveldin hafa nóg
að gera á Atlansthafs-hlutan-
um, þvx að þar verða þau að
dreifa kröftunum til að berjast
við rússneska herinn, flota og
flugher Breta og brezka herinn í
N.-Afríku og hafa gætur á
brezka hernum í Bretlandi.
(b) Framleiðsla U.S.A. mun
fyrst ná hámarki í smíði skrið-
dreka og flugvéla, en hvort-
tveggja þarfnast landbæki-
stöðva og þær fást ekki nema
með innrás, sem er erfið og dýr-
keypt, og alveg óvisst um útsht-
in, vegna þess hve Þjóðverjar
hafa betri aðstöðu um flutning
manna og hergagna.
(c) Bandamenn skortir ekki
aðeins skip, heldur mundu flug-
vélar þeirra og skriðdrekar
verða til einskis gagns, jafnvel
þótt kægt væri að flytja nóg af
þeim í tæka tíð. Flugvélar og
skriðdrekar um borð í skipum
sigra aldrei Þýzkaland á þýzkri
grund.
(d) Það er aðeins hægt að
sækja inn í Þýzkaland frá land-
bækistöðvum austan frá Rúss-
landi um Pólland.
(e) Rétti staðurinn til að
beita flugvélum okkar og skrið-
drekum er á austurvígstöðvun-
um.
(f) Skjótasta leiðin til að
koma þeim þangað er yfir
Kyrrahafið og síðan eftir
Síberíu-járnbrautinni.
(g) Ef Japönum er komið á
kné geta mannflestu lönd heims-
ins hjálpað til að gera lokasókn-
ina í Evrópu.
(h) Það er hægt að afstýra
þeirri hættu, að Japanir ráðist á