Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 7
ANJDSPÆNIS DAUÐANUM
5
ar ljósrákir umhverfis okkur,
og sprungu síðan ofar vélinni
og breyttust í gnæfandi bólstra
reyks og stáls. Sprengjuskýin,
sem liðu hægt upp á við líkt og
hafísjakar, ollu því, að mér
fannst flugvélin vera nærri
hreyfingarlaus. Mér þótti sem
ég sæti grafkyrr í sakamanna-
stúku geysimikils dómþings. Og
dómaramir væru að ákveða ör-
lög mín, og ég hefði engar máls-
bætur fram að færa.
Hvers virði var mannslífið í
eldi og eimyrju þessa himins?
Tíu augnablik, ef til vill tuttugu.
Sprengjurnar þramuðu um loft-
ið. Þegar kúla sprakk mjög ná-
lægt, buldi sprengingin á flug-
vélinni og færðist eftir henni
eins og þegar skriða fellur í gil.
Það komu göt á benzíngeymana;
en sprengjubrotin hefðu eins
auðveldlega getað lent í okkur.
En hver hirðir um það, hvað
fyrir líkamann kann að koma?
Það er einkennilegt, hvað líkam-
inn skiptir litlu máli. Maður
þarf að upplifa þetta eldi-
blandna kúlnaregn, þessa stund
dómsins, til þess að skilja það.
Ég hafði oft hugsað um, hvernig
mönnum væri innan brjósts, er
hin hinsta stund nálgaðist. Ég
hafði plltaf álitið, að er til henn-
ar kæmi, myndi það aðeins
varða líkama minn einan. Eins
og aðrir, hafði ég varið miklum
tíma í þágu hans. Ég hafði fætt
hann og klætt, slökkt þorsta
hans, laugað hann, farið með
hann til læknis og til rakara.
Ég hafði talið, að ég og þessi
tamda skepna værum eitt. Ég
hafði sagt um líkamann: „Þetta
er ég.“ Og nú, allt í einu, hvarf
þessi hugarburður. Hvað var
líkami minn í raun og veru ? Að-
eins þræll í þjónustu minni. Og
ef ég yrði reiður, ástfanginn eða
hatursfullur, myndi hin marg-
umrædda eining milli mín og
hans rofna.
Setjum svo, að sonur þinn sé
að brenna inni. Enginn getur
aftrað þér. Það getur orðið þér
að bana — en hugsar þú nokkuð
um það ? Þú lifir í verknaðinum,
en ekki líkamanum; verknaður-
inn ert þú sjálfur, og það er
ekkert annað sjálf til. Ertu að
ráðast á óvin þinn ? Enginn ógn-
un um líkamsáverka geta hald-
ið aftur af þér. Á slíkri stundu
skiptir þú á sjálfum þér fyrir
dauða óvinar þíns, eða björgun
barns þíns. Og einmitt þegar þú
ert að framselja líkama þinn,
þá kemstu þér til undrunar að