Úrval - 01.09.1942, Side 7

Úrval - 01.09.1942, Side 7
ANJDSPÆNIS DAUÐANUM 5 ar ljósrákir umhverfis okkur, og sprungu síðan ofar vélinni og breyttust í gnæfandi bólstra reyks og stáls. Sprengjuskýin, sem liðu hægt upp á við líkt og hafísjakar, ollu því, að mér fannst flugvélin vera nærri hreyfingarlaus. Mér þótti sem ég sæti grafkyrr í sakamanna- stúku geysimikils dómþings. Og dómaramir væru að ákveða ör- lög mín, og ég hefði engar máls- bætur fram að færa. Hvers virði var mannslífið í eldi og eimyrju þessa himins? Tíu augnablik, ef til vill tuttugu. Sprengjurnar þramuðu um loft- ið. Þegar kúla sprakk mjög ná- lægt, buldi sprengingin á flug- vélinni og færðist eftir henni eins og þegar skriða fellur í gil. Það komu göt á benzíngeymana; en sprengjubrotin hefðu eins auðveldlega getað lent í okkur. En hver hirðir um það, hvað fyrir líkamann kann að koma? Það er einkennilegt, hvað líkam- inn skiptir litlu máli. Maður þarf að upplifa þetta eldi- blandna kúlnaregn, þessa stund dómsins, til þess að skilja það. Ég hafði oft hugsað um, hvernig mönnum væri innan brjósts, er hin hinsta stund nálgaðist. Ég hafði plltaf álitið, að er til henn- ar kæmi, myndi það aðeins varða líkama minn einan. Eins og aðrir, hafði ég varið miklum tíma í þágu hans. Ég hafði fætt hann og klætt, slökkt þorsta hans, laugað hann, farið með hann til læknis og til rakara. Ég hafði talið, að ég og þessi tamda skepna værum eitt. Ég hafði sagt um líkamann: „Þetta er ég.“ Og nú, allt í einu, hvarf þessi hugarburður. Hvað var líkami minn í raun og veru ? Að- eins þræll í þjónustu minni. Og ef ég yrði reiður, ástfanginn eða hatursfullur, myndi hin marg- umrædda eining milli mín og hans rofna. Setjum svo, að sonur þinn sé að brenna inni. Enginn getur aftrað þér. Það getur orðið þér að bana — en hugsar þú nokkuð um það ? Þú lifir í verknaðinum, en ekki líkamanum; verknaður- inn ert þú sjálfur, og það er ekkert annað sjálf til. Ertu að ráðast á óvin þinn ? Enginn ógn- un um líkamsáverka geta hald- ið aftur af þér. Á slíkri stundu skiptir þú á sjálfum þér fyrir dauða óvinar þíns, eða björgun barns þíns. Og einmitt þegar þú ert að framselja líkama þinn, þá kemstu þér til undrunar að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.