Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 53
VERÐUR ÚTBROTATAUGAVEIKINNI ÚTRÝMT?
51
háð af vísindamönnum um heim
allan, frá því í fyrri heims-
styrjöld, myndi þar með á enda.
Lýsnar, sem bera útbrota-
taugaveikissýkilinn mann frá
manni, þrífast bezt á köldum,
þéttbýlum stöðum, þar sem
líkamsrækt og þrifnaður eru
vanrækt. Þær sýkjast af hinum
örsmáa sýkli „Rickettsia prow-
azeki“, sem nefndur er eftir
tveim sýklafræðingum, Banda-
ríkjamanninum Howard Taylor
Ricketts og Pólverjanum Stani-
laus Prowazek. Báðir þessir
menn dóu úr útbrotataugaveiki.
Farsóttir gjósa upp þegar lýs
auka kyn sitt í stórum stíl og
berast greiðlega mann frá
manni í þéttbýlum hverfum.
Lúsin nærist á mannablóði.
Um leið og hún stingur, sýgur
hún oft og tíðum í sig Rickett-
síur frá sýktum mönnum. Ric-
kettsíunum fjölgar ótt í maga
lúsarinnar og eftir átta til tíu
daga drepst hún. Áður en svo
langt er komið, hefir lúsin bor-
ist á annan mann og með saur
hennar berast svo Rickettsíur á
hörund hans. Þegar hann klæj-
ar eftir lúsarbitið, klórar hann
sér og sýkir sjálfan sig með því
að núa Rickettsíunum, sem í
saurnum eru, inn í hörundið.
Um það bil hálfum mánuði
síðar, verður hann skyndilega
og ofsalega veikur með kulda-
skjálfta, háum hita (oft upp í
41°—42°), höfuðverk og bein-
verkjum. Púlsinn er hraður og
andardráttur tíður, andlitið er
rautt og þrútið, augun blóð-
hlaupin og tungan þakin hvítri
skán. Sjúklingurinn kastar ákaft
upp, fær óráð og verður jafn-
vel óður. Síðar hleypur skinnið
upp með útbrotum, sem ýmist
eru ljósrauð, brún eða purpura-
rauð. Hörundið verður brúnt og
skorpið, púlsinn veikur, líkam-
inn sem á dauðum manni og
rotnunarlykt leggur af honum.
Að lokum lognast sjúklingurinn
út af og deyr.
Benett kapteinn frá Rauða-
krossinum brezka hefir dregið
upp hryllilega mynd af serb-
neskum fangabúðum í fyrri
heimsstyrjöld, þar sem útbrota-
taugaveiki geysaði. I herbúðum
þessum voru sjö hundruð og
fimmtíu fangar, en aðeins
tuttugu þeirra höfðu fótavist.
Hinir lágu á víð og dreif í ótrú-
legri eymd — flestir þeirra á
forugri jörðinni. Þar gat að
líta menn í daunillum fataræfl-
um, morandi af lús. Þögnin var
rofin við og við af stunu eða
7*