Úrval - 01.09.1942, Page 53

Úrval - 01.09.1942, Page 53
VERÐUR ÚTBROTATAUGAVEIKINNI ÚTRÝMT? 51 háð af vísindamönnum um heim allan, frá því í fyrri heims- styrjöld, myndi þar með á enda. Lýsnar, sem bera útbrota- taugaveikissýkilinn mann frá manni, þrífast bezt á köldum, þéttbýlum stöðum, þar sem líkamsrækt og þrifnaður eru vanrækt. Þær sýkjast af hinum örsmáa sýkli „Rickettsia prow- azeki“, sem nefndur er eftir tveim sýklafræðingum, Banda- ríkjamanninum Howard Taylor Ricketts og Pólverjanum Stani- laus Prowazek. Báðir þessir menn dóu úr útbrotataugaveiki. Farsóttir gjósa upp þegar lýs auka kyn sitt í stórum stíl og berast greiðlega mann frá manni í þéttbýlum hverfum. Lúsin nærist á mannablóði. Um leið og hún stingur, sýgur hún oft og tíðum í sig Rickett- síur frá sýktum mönnum. Ric- kettsíunum fjölgar ótt í maga lúsarinnar og eftir átta til tíu daga drepst hún. Áður en svo langt er komið, hefir lúsin bor- ist á annan mann og með saur hennar berast svo Rickettsíur á hörund hans. Þegar hann klæj- ar eftir lúsarbitið, klórar hann sér og sýkir sjálfan sig með því að núa Rickettsíunum, sem í saurnum eru, inn í hörundið. Um það bil hálfum mánuði síðar, verður hann skyndilega og ofsalega veikur með kulda- skjálfta, háum hita (oft upp í 41°—42°), höfuðverk og bein- verkjum. Púlsinn er hraður og andardráttur tíður, andlitið er rautt og þrútið, augun blóð- hlaupin og tungan þakin hvítri skán. Sjúklingurinn kastar ákaft upp, fær óráð og verður jafn- vel óður. Síðar hleypur skinnið upp með útbrotum, sem ýmist eru ljósrauð, brún eða purpura- rauð. Hörundið verður brúnt og skorpið, púlsinn veikur, líkam- inn sem á dauðum manni og rotnunarlykt leggur af honum. Að lokum lognast sjúklingurinn út af og deyr. Benett kapteinn frá Rauða- krossinum brezka hefir dregið upp hryllilega mynd af serb- neskum fangabúðum í fyrri heimsstyrjöld, þar sem útbrota- taugaveiki geysaði. I herbúðum þessum voru sjö hundruð og fimmtíu fangar, en aðeins tuttugu þeirra höfðu fótavist. Hinir lágu á víð og dreif í ótrú- legri eymd — flestir þeirra á forugri jörðinni. Þar gat að líta menn í daunillum fataræfl- um, morandi af lús. Þögnin var rofin við og við af stunu eða 7*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.