Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
teknar, og var sýningartími
hvorrar um sig rösklega hálf
klukkustund. I báðum myndun-
um var áherzlan lögð á það, að
sýna fagra líkami í villimann-
legu óræði, sem gæti megnað að
rugla saman hugtökum áhorf-
enda um líkamlega hreysti og
holdlegar girndir.
Að sýningunni lokinni gaf dr.
Endres, sá hinn sami, sem vitn-
að er í framar í þessari grein,
eftirfarandi upplýsingar: „Þess-
ar kvikmyndir", mælti hann,
„miða að því að innleiða nýja
lífsstefnu í Evrópu. Vér höfum
hlotið alrangt uppeldi, óeðlilegt
og ómannlegt. Vér höfum alizt
upp í blindri fastheldni, sökum
þess að hugarfar hins austur-
lenzka kristindóms hefir bælt
niður heilbrigðar eðlishvatir
vorar í kynferðismálum. Hinar
yngri kynslóðir vorar, einkum
þær, sem eru af germönskum
uppruna, verða að læra að fylgja
af sjálfsdáðum lögmálum hins
gagnkvæma aðdráttarafls kynj-
anna, án þess að bíða eftir vel-
þóknun kirkjunnar eða ríkisins.
Þær verða að vera hreyknar af
líkamsvexti sínum og njóta hins
eðlilega kynferðisunaðar, án
þess að finna til kinnroða. Þetta
er eina leiðin til að margfalda
hinn norræna kynstofn og koma
endurreisn Evrópu í kring.“
Ég komst að því, að fimmtán
kvikmyndir af þessari gerð
höfðu þegar verið fullgerðar og
þrjátíu til viðbótar voru í undir-
búningi. Þær fyrstu voru eink-
um ætlaðar til hernaðarlegra
þarfa, þ. e. a. s. til þess að
glæða „siðferðislegar umþenkj-
anir“ meðal þýzkra hermanna.
Aðrar myndir voru gerðar fyrir
almenning hernumdu landanna
í Vestur- og Norður-Evrópu.
Mér var sagt, að myndir þess-
ar væru tileinkaðar vissurn fé-
lagssamböndum, s. s. æskulýðs-
félögum og íþróttasamtökum.
Ég hefi ótvíræða vitneskju um
að slíkar „uppeldisfræðilegar“
kvikmyndir hafa verið sýndar
t. d. í Lille-Roubaix í hinum her-
numda hluta Frakklands, í
Brugge (í Belgíu), í Hilversum
og Leyden (í Hollandi) og í
Kaupmannahöfn. I Hilversum
andmæltu kaþólskir stúdentar
sýningunni, og dvelja þeir nú í
þýzkum vinnubúðum.
IV.
Stjórnandi hinnar norrænu
deildar „Rassenpolitisches Amt“
— en hún tekur yfir Skandi-
navíu og Holland — er dr. Karin