Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 39
IÐNAÐURINN 1 ÚRALHÉRUÐUNUM
37
hættulegt, og hún ákvað því að
reisa ný, voldug iðjuver, þar
sem óvinirnir næðu ekki til
þeirra. Stalin kom þessu í fram-
kvæmd, en það kostaði miklar
fórnir. Sem dæmi má geta þess,
að árið 1932 fóru 56 af hundraði
af þjóðartekjum Rússa til upp-
byggingar iðnaðarins. Þegar
iðnaður Bandaríkjanna var á
svipuðu þróunarstigi, á árunum
1860—70, fóru aðeins 12% af
þjóðartekjum þeirra til upp-
byggingar iðnaðarins.
Árið 1929 var Magnitogorsk
ekki til. Þar sem hún stendur
nú, var áður lítið þorp hálf-
villtra hirðingja. TJt frá fjalls-
rótunum teygði hrjóstrug slétt-
an sig svo langt sem augað
eygði. Fjöllin eru úr eintómum
járnsteini, og af því draga þau
nafnið Segulfjöll. I 200 ár hefir
lítið eitt af járni verið unnið
þar úr jörðu á sumrin og flutt
110 kílómetra á síeðum á vet-
urna til Beloretsk og brætt þar
í litlum viðarkolabræðsluofni.
Skógur til viðarkolagerðar var
hvergi nær.
Verkfræðingar stjórnarinnar
ákváðu að tengja þessar auðugu
járnnámur við hinar óþrjótandi
kolanámur í Kuzbas, 3000 kíló-
metra í burtu. Ef takast mætti
að nýta kolanámurnar til
bræðslu á járnsteininum, yrði
þetta mesta járnframleiðsluhér-
að heimsins. Kostnaðurinn yrði
óheyrilegur, en það var til mikils
að vinna, og þangað kæmist
aldrei neinn innrásarher.
Byrjað var á verkinu 1929.
Þúsundir verkamanna voru
fluttir þangað. Járnbraut var
lögð og hlaðin stýfla í ána Úral
til að safna vatni. Vélar og iðn-
aðartæki voru keypt fyrir of-
fjár frá Evrópu og Ameríku,
flutt þangað og voldugir
bræðsluofnar risu upp hver á
fætur öðrum.
I tvo vetur bjuggu flestir
verkamennirnir í tjöldum. —
Frostið komst upp í 50°.
Hundruð verkamanna frusu í
hel. Stál og vélar streymdu sí-
fellt austur, en fatnaður og mat-
væli voru af skornum skammti.
Þúsundir verkamanna strituðu
við byggingu bræðsluofna, koks-
ofna og járnbrauta og höfðu að-
eins rúgbrauð og kartöflur eða
kál sér til matar. Þeir dóu úr
taugaveiki á veturna og malaríu
á sumrin. En verkinu var haldið
áfram.
Þegar ég kom til Magnito-
gorsk árið 1932 var íbúatala
hennar orðin 250.000. Það ár