Úrval - 01.09.1942, Page 39

Úrval - 01.09.1942, Page 39
IÐNAÐURINN 1 ÚRALHÉRUÐUNUM 37 hættulegt, og hún ákvað því að reisa ný, voldug iðjuver, þar sem óvinirnir næðu ekki til þeirra. Stalin kom þessu í fram- kvæmd, en það kostaði miklar fórnir. Sem dæmi má geta þess, að árið 1932 fóru 56 af hundraði af þjóðartekjum Rússa til upp- byggingar iðnaðarins. Þegar iðnaður Bandaríkjanna var á svipuðu þróunarstigi, á árunum 1860—70, fóru aðeins 12% af þjóðartekjum þeirra til upp- byggingar iðnaðarins. Árið 1929 var Magnitogorsk ekki til. Þar sem hún stendur nú, var áður lítið þorp hálf- villtra hirðingja. TJt frá fjalls- rótunum teygði hrjóstrug slétt- an sig svo langt sem augað eygði. Fjöllin eru úr eintómum járnsteini, og af því draga þau nafnið Segulfjöll. I 200 ár hefir lítið eitt af járni verið unnið þar úr jörðu á sumrin og flutt 110 kílómetra á síeðum á vet- urna til Beloretsk og brætt þar í litlum viðarkolabræðsluofni. Skógur til viðarkolagerðar var hvergi nær. Verkfræðingar stjórnarinnar ákváðu að tengja þessar auðugu járnnámur við hinar óþrjótandi kolanámur í Kuzbas, 3000 kíló- metra í burtu. Ef takast mætti að nýta kolanámurnar til bræðslu á járnsteininum, yrði þetta mesta járnframleiðsluhér- að heimsins. Kostnaðurinn yrði óheyrilegur, en það var til mikils að vinna, og þangað kæmist aldrei neinn innrásarher. Byrjað var á verkinu 1929. Þúsundir verkamanna voru fluttir þangað. Járnbraut var lögð og hlaðin stýfla í ána Úral til að safna vatni. Vélar og iðn- aðartæki voru keypt fyrir of- fjár frá Evrópu og Ameríku, flutt þangað og voldugir bræðsluofnar risu upp hver á fætur öðrum. I tvo vetur bjuggu flestir verkamennirnir í tjöldum. — Frostið komst upp í 50°. Hundruð verkamanna frusu í hel. Stál og vélar streymdu sí- fellt austur, en fatnaður og mat- væli voru af skornum skammti. Þúsundir verkamanna strituðu við byggingu bræðsluofna, koks- ofna og járnbrauta og höfðu að- eins rúgbrauð og kartöflur eða kál sér til matar. Þeir dóu úr taugaveiki á veturna og malaríu á sumrin. En verkinu var haldið áfram. Þegar ég kom til Magnito- gorsk árið 1932 var íbúatala hennar orðin 250.000. Það ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.