Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
Electric Co. að byggja svo-
nefnda Rheotron, sem getur
látið rafeind hverfast — en slíkt
er jafnvel sólin ekki fær um.
Við hljótum að fallast á, að
vísindin hafi hér mjög merki-
lega nýjung fram að færa. En
nú eru stríðstímar. Þúsundir
smálesta af stáli eyðast í smíð-
ar vísindalegra leikfanga . . .
Hér bregður okkur fyrst í
brún. Frumeinda-kljúfar hafa
forgangsréttindi — af ástæður
sem er velþekkt vísindalegt
leyndarmál. Blásturtækin, sem
mynda rafstormana, framleiða
Röntgengeisla jafnframt, svo
sterka, að þeir fara gegnum
þykkar stálplötur. Það er
þannig hægt að taka myndir
gegnum brynþynnur, vélar og
jafnvel orustuskip.
Tík og tík er sitt hvað.
Fín frú, sem horft hafði á leik tveggja lítilla hunda í búðar^
glugga, fór inn i búðina og spurði, hvað þeir kostuðu. ,,Þessi
tík,“ sagði búðarmaðurinn og benti á annan hundinn, „kostar
30 dollara, og hin tíkin kostar 35 dollara.“ Frúin firtist bersýni-
lega við. „Afsakið, frú,“ sagði búðarmaðurinn, „hafið þér aldrei
heyrt talað um tík?“ „Jú,“ sagði frúin með þóttasvip, ,,en aldrei
í sambandi við hunda.“
A
Hagí'ræði og skírlífi.
Það er stundum hægt að komast að býsna skringilegum niður-
stöðum með „hagfræðilegum útreikningum“, einkum þó með
meðaltalsútreikningum.
Tökum til dæmis tíu stúlkur. Níu þeirra eru hreinar meyjar,
en ein þeirra er þunguð. Ef meðaltal er tekið af ástandi þessarra
ungu meyja, verður útkoman sú, að hinar þrjár hreinu meyjar
eru 10% þungaðar, en þessi eina þungaða er 90% hrein mey.
James Finan í „Reader’s Digest“