Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 87
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
85
okkur kolanámuna og fiskveið-
arnar. Við munum reyna að
verða eins lítið til baga og mögu-
legt er.“
Borgarstjórinn sagði: ,,Ég
hefi ekki fengið neinar fréttir.
Hvernig er það annars staðar á
landinu?"
„Allt tekið,“ sagði ofurstinn.
„Það var vel undirbúið."
„Var hvergi veitt viðnám?“
Ofurstinn horfði á hann með-
aumkunaraugum. „Ég vildi, að
það hefði hvergi verið. Það kost-
aði bara blóðsúthellingar. Allt
var vel undirbúið hjá okkur.“
Orden hélt áfram á sömu
braut: „En einhver mótstaða
var þó sýnd?“
„Já, en það var sorgleg og
heimskuleg mótstaða. Þeir sem
veittu viðnámið eru úr sögunni.
Fólkið er yfirleitt rólegt.“
Winter læknir sagði: „Fólkið
veit ekki enn, hvað skeð hefir.“
„Það er að átta sig,“ sagði
Lanser. „Það hagar sér ekki
heimskulega aftur.“ Hann
ræskti sig og röddin varð hörð:
„Jæja, herra minn, ég verð að
snúa mér að viðskiptunum. Kol-
in þurfa að koma upp úr jörð-
inni og flytjast um borð í skip-
in. Við höfum verkfræðinga, en
borgarbúar halda áfram að
vinna í námunni. Þér skiljið við
hvað ég á? Við æskjum ekki
eftir að beita hörðu.“
Og Orden sagði: ,,Já, það er
lítill vandi að skilja þetta. En
setjum svo, að menn vilji ekki
vinna í námunni?“
„Ég vona, að þeir vilji það,
af því að við þurfum að fá kol-
in.“
„En ef þeir vilja það ekki?“
„Þeir gera það. Þeir eru lög-
hlýðnir menn, sem vilja ekki
skapa vandræði." Ofurstinn
beið eftir svari borgarstjórans,
en það kom ekki, „Er það ekki,
herra?“ spurði hann.
Borgarstjórinn fitlaði við
keðjuna. „Ég veit það ekki,
herra. Þeir eru löghlýðnir undir
sinni eigin stjórn. Ég veit ekki,
hvernig þeir verða undir yðar
stjórn.
Ofurstinn svaraði samstund-
is: „Við ætlum ekki að setja
stjórn ykkar af. Þér verðið
áfram borgarstjóri, þér gefið
fyrirskipanirnar, þér hegnið og
launið. Þess vegna munu þeir
ekki skapa nein vandræði.“
Orden borgarstjóri leit til
Winters læknis. „Hvað heldur
þú?“
„Ég veit ekki,“ sagði læknir-
inn. „Það verður fróðlegt að