Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 26
Loftárásir og sjónhverfingar.
Grein úr „Air Facts“
eftir Don Wharton.
I OFTSTYRJÖLD vorra tíma
hefir skapað óteljandi ný
herbrögð. Samfara baráttunni
með byssukúlum og sprengjum,
er barizt raeð brögðum og hug-
viti.
Þegar Þjóðverjar tóku að
nota útvarpsgeisla til að beina
fiugvélum sínum að skotmarki
í Englandi, gripu enskir vísinda-
menn brátt til gagnráðstafana.
Þjóðverjar beindu tveim geisl-
um, sem áttu upptök sín langt
hvor frá öðrum, að marki því,
sem skjóta átti á. Flugvélarnar
voru svo látnar fylgja öðrum
geislanum, og þegar þær komu
þar, sem geislarnir skárust,
slepptu þær sprengjum sínum.
Bretar tóku þá það ráð, að
senda sjálfir geisla og búa á
þann hátt til nýjan skurðpunkt,
og varð það til þess að Þjóð-
verjar eyddu sprengjum sínum
á auða akra og móa. Og þeir
gerðu meira. Með því að útvarpa
geisla á sömu bylgjulengd og
Þjóðverjar, tókst þeim stundum
að beina þýzkum flugvélum eitt-
hvað á haf út, þegar þær ætluðu
heim aftur, og láta þær halda
þeirri stefnu, þangað til þær
urðu benzínlausar.
Algengt herbragð hjá flug-
mönnum í orustu er, að láta sem
flugvélin hafi orðið fyrir skoti
og þeir hafi misst stjórn á henni.
Þjóðverjar hafa útbúið sumar
flugvélar sínar með efnum til
að framieiða reyk, svo að þannig
líti út, sem kviknað hafi í þeim.
Hliðstætt bragð hafa kafbátar
notað. Olíu, og jafnvel braki, er
sleppt upp á yfirborðið, eins og
kafbáturinn hafi orðið fyrir
skoti og sundrazt.
í fyrra sumar var Ameríku-
maður á gangi eftir vegi rétt
utan við Berlín, þegar hann
gekk allt í einu fram á eitt af
furðulegustu sjónhverfinga-
brögðum hertækninnar. Hann
kom auga á stórt akurlendi, sem
allt var þakið rafmagns leiðsl-