Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 91
TUNGLIÐ ER HORFIÐ
89
mannaþjálfun en þeir. Liðsfor-
ingjarnir Prackle og Tonder
voru hvítvoðungar í hernaði,
æfðir í stjórnmálum líðandi
stundar og trúðu á hina mikiu
nýskipun, sem væri fundin upp
af svo miklum snillingi, að þeir
þyrftu ekki að velta fyrir sér
árangri hennar. Þessum liðsfor-
ingjum hafði stríðið hingað til
ekki verið annað en leikur —
góð vopn og vel skipulagðar
árásir á vopnlausa, óundirbúna
andstæðinga. Þeir höfðu engri
orustu tapað og litlar þjáningar
orðið að þola.
Lanser ofursti var sá eini af
þessum mönnum, sem af eigin
raun vissi, hvað stríð var. Lans-
er hafði verið í Belgíu og Frakk-
landi fyrir tuttugu árum og var
ekki að þreyta hugann á því,
sem hann þekkti — að stríð er
svik og hatur, axarsköft óhæfra
hershöfðingja, þjáning og dráp,
veikindi og þreyta.
Uppi á loftinu í höll borgar-
stjórans hafði herforingjaráðið
myndað nokkurskonar klúbb,
þar sem þeir skrifuðu og lásu
bréf, drukku kaffi, skipulögðu
og hvíldu sig. Úr gluggunum
sáu þeir niður ýfir borgina til
sjávar, hafnargarðana, þar sem
skipin lágu og kolaprammarnir.
I miðju herberginu var stórt
borð. Við það sat Hunter majór
með teikniáhöld sín og vann að
undirbúningi nýrrar járnbraut-
ar. —
Prackle var að sýna Tonder
mynd af leikkonu, sem hann
hafði klippt úr tímariti. ,,Það
eru nokkrar laglegar stúlkur
hérna í borginni,“ sagði hann.
,,'Þega.r við erum búnir að koma
okkur vel fyrir og allt gengur
sinn gang, þá ætla ég að kom-
ast í kunningsskap við einhver j-
ar þeirra."
Dyrnar opnuðust óg Lanser
ofursti kom inn. Foringjarnir
heilsuðu honum með hermanna-
kveðju nokkuð hnarreistir, en
þó ekki um of.
Um leið og hann settist sagði
Prackle liðsforingi: „Hvenær
haldið þér að stríðinu verði lok-
ið, herra?“
„Lokið? Við hvað eigið þér?“
„Hvenær verðum við búnir að
vinna stríðið?“
Lanser hristi höfuðið. ,,Ó, ég
veit það ekki. Óvinurinn er enn-
þá lifandi."
Prackle sagði: „Ef það verð-
ur nálægt jólum, haldið þér, að
þá verði veitt einhver heimfar-
arleyfi?11
„Ég veit það ekki,“ sagði.