Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
veini frá hinum liggjandi vesa-
lingum. Á einum stað var þeim
hrúgað saman undir hlífðarföt-
um og þar lágu hinir deyjandi
innan um þá dauðu.
Við getum aðeins með skelf-
ingu hugsað til þess, hve margir
hafa dáið úr útbrotataugaveiki
í yfirstandandi styrjöld.
Hið fyrsta raunhæfa spor,
sem stigið var fram á við í leit-
inni að varnarlyfi gegn útbrota-
taugaveiki, voru tilraunir hins
pólska vísindamanns, prófessor
Rudolf Weigl, við háskólann í
Lemberg, um framleiðslu bólu-
efnis í byrjun fyrri heimsstyrj-
aldar. Bóluefni þetta gaf góða
vörn, en var óhæft til fram-
leiðslu í stórum stíl. Þegar
prófessor Weigl tókst ekki að
sýkja tilraunadýr með Rickett-
síunum, né rækta þær á næring-
arefnum, sem venjulega eru not-
uð við sýklarannsóknir, þá snéri
hann sér að sjálfum sýkilberun-
um, lúsunum. Hann tók ósýkt-
ar lýs og sprautaði Rickettsíum
í endaþarm þeirra. Rickettsí-
urnar bárust upp eftir görnun-
um upp í maga, þar sem þær
venjulega hreiðra um sig, og
þar fjölgaði þeim takmarka-
laust. Eftir um það bil viku dóu
lýsnar. Weigl krufði hverja lús
af undraverðri nákvæmni, og
tók úr þeim magann með sýkl-
unum í. Þegar hann hafði safn-
að nokkrum stykkjum af þess-
um örsmáu banvænu líffærum,
muldi hann þau og drap síðan
sýklana. Þessi dauða sýkla-
blanda var því næst síuð, þynnt
hæfilega og notuð sem bóluefni.
Nægilegt var að sprauta hvern
mann þrisvar með bóluefni
þessu til þess að veita honum
algjört ónæmi gegn veikinni.
Weigl varði raunverulega sex-
tán þúsund manns, aðallega
lækna og hjúkrunarlið. Þetta
þýðingarmikla starf hans náði
þó of skammt. Með þeirri að-
ferð, sem hann notaði, var ekki
hægt að framleiða bóluefni í
nægilega stórum stíl; það tók of
langan tíma og það kostaði of
mikið. Fullkomin bólusetning
kostaði á þeim tíma um 200
krónur. Auk þess skorti nógu
lagna menn til þess að dæla inn
Rickettsíum og kryfja lýs.
Frá því Weigl gerði uppgötv-
un sína, hafa sýklafræðingar
stöðugt unnið af kappi að upp-
götvun nýrra aðferða til rækt-
unar sýkla þessarra. Árangur-
inn af öllu erfiði þeirra er ein-
mitt nú að koma í ljós.
Árið 1938 framleiddi dr. Her-