Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 131
Til lesendanna — og frá þeim.
Framhald af öftustu kápusíöu.
Flatey: „Ég hefi alltaf haft mik-
inn áhuga á góðum tímaritum.
Þau hafa vanalega birt okkur
fyrst allar nýjungar í andlegu
og verklegu lífi þjóðanna. Þess
vegna fagnaði ég því mikið, er
Ú rval kom út — aðeins dálitið
forviða á því, hve lengi maður
☆
P ITT af því, sem margir virð-
ast eiga erfitt með að fella
sig við, er orðið „samþjappað".
Einn af lesendum Úrvals hringdi
til ritstjórans skömmu eftir að
fyrsta heftið kom út, og bað
hann í guðanna bænum að vera
lióflegri i notuin á þessu orði i
framtíðinni, það setti sig alveg
úr jafnvægi að sjá þetta orð
tróna efst á annarri og þriðju
hverri blaðsíðu!
H. St. frá Reykjavík skrifar
í bréfi um þetta sama atriði:
..... Þýðingin á „condensed"
þykir mér ekki góð. íslenzk
tunga á um það önnur orð og
viðfeldnari, t. d. stytting (stytt),
ágrip eða (efnis-)útdráttur. Allra
verst fer þetta á kápu ritsins,
þar sem það er nefnt „í sam-
þjöppuðu formi“. Ef nota á þetta
óviðfeldna orð (samþjappað) þá
hefir þurft að bíða. Og sannar
það átakanlega, hvað við erum í
raun og veru miklir eftirbátar
annarra menningarþjóða, þrátt
fyrir allt skrumið. Mér finnst
þetta blátt áfram merkisviðburð-
ur í andlegri menningu okkar
Islendinga .... “
á það þó (auðvitað) við efnið
en ekki formið.“
Vér gengum þess ekki duldir,
þegar vér völdum orðið „sam-
þjappað" til að skýra meðferö
vora á efni og formi þeirra
greina og bóka, sem birtast í
tímaritinu, að margir lesendanna
mundu eiga erfitt með að fella
sig við það í fyrstu. Það er oft-
ast svo um nýyrði eða gömul orð
notuð í nýrri merkingu, eins og
hér á sér stað. Hins vegar fund-
um vér ekkert orð, sem oss
fannst túlka betur það, sem hér
var um að ræða, en einmitt orðið
samþjappað. Vér erum ekki
sammála H. St„ að orðin stytt-
ing, ágrip eða efnisútdráttur eigi
við í þessu efni. Þau tákna meiri
skerðingu á greinunum en á sér
stað i þessu tilfelli.
Sjá kápusíðu 2.