Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 17
KYNFERÐISMÁLIN 1 ÞÝZKRI ÞJÓNUSTU
15
Magnussen, sænskur líffræðing-
ur. Áróðursmenn Hitlers í Dan-
mörku og Noregi skruma mjög
af hinum „fornu blóðböndum“
og eru undrandi yfir samvinnu-
kergju kvenþjóðarinnar. Gremj-
an leynir sér ekki í játningu
Gross prófessors, er hann segir,
að „heimsstefna þýzkra þjóð-
ernissinna mæti enn þá harð-
skeyttri andstöðu í Noregi“.
Hann hughreystir sjáifan sig
með þeirri fullyrðingu, að þessi
„þrákelkni“ sé, þegar öllu er á
botninn hvolft, einn hinna verð-
mætu, norrænu eiginleika, sem
„fellur oss betur í geð heldur
en glæsileiki sá, sem einkennt
hefir framkomu margra
franskra kvenna gagnvart oss“.
Og hann bætir við:
Norðmaðuxinn, þessi Ijóshærði
draumóramaður, yerður að fá tíma
til að meta Mna nýju verðleika og
kryfja málin til mergjar. Oss skortir
ekki biðlund, til þess að veita honum
það. Jafnframt höfum vér gert allt,
sem í voru valdi stendur, til að fjölga
barnsburðum á Norðurlöndum. Vit-
anlega stuðlum vér hvað mest að
giftingum eða frjálsri sambúð Þjóð-
verja og skandinaviskra kvenna, en
oss er eigi að síður gleðiefni hver
einasta barnsfæðing með Norður-
landabúum innbyrðis. Vér eignumst
aldrei of marga slíka syni, sem munu
verða þess umkomnir að taka virkan
þátt í að stjórna Evrópu komandi
tíma.
Sigurvegararnir þýzku hafa í
þessum löndum gert félagslíf
æskunnar að aðal áhrifavett-
vangi sínum. Sérhver íþrótta-
„klúbbur“ og skátafélag hefir
verið sett undir stjórn nazista.
Ungmennin hljóta öldungis nýja
uppfræðslu um kynferðismál.
Nazistar hafa hnoðað dular-
fullri hugmyndasteypu utan um
„nudismann“ — nektarhreyf-
inguna. „Hinn norræni sólar-
kynstofn getur einungis haldið
við þrótti sínum og fegurð með
því að hverfa aftur til uppruna
síns í náttúrunni,“ segir þýzkur
íþróttafrömuður, Hans Surén, í
„Deutsche Leibeszucht“ í júlí-
mánuði 1941. „Hinn fílhrausti
Germani mun fleygja af sér
fjötrum múgmenningar auð-
valdsskipulagsins, ásamt klæð-
um sínum og verða aftur eins
heilsteyptur og stórbrotinn sem
forfeður hans, ,,víkingarnir“.
Ég hefi samkvæmt óvéfengj-
anlegum heimildum aflað mér
ýtarlegra upplýsinga um hátíða-
höld, sem fóru fram í þýzkum
herbúðum nálægt Odense í Dan-
mörku, sólstöðunóttina 23. sept.
1941. Piltar og stúlkur, frá 16
—25 ára að aldri, tóku svo