Úrval - 01.09.1942, Side 101

Úrval - 01.09.1942, Side 101
TUNGLIÐ ER HORFIÐ 99 „Nú, já. Ég skal dæma Mord- en, ef þér látið skjóta þá.“ „Yður er ekki alvara!“ sagði ofurstinn. „Jú, mér er alvara." „Siíkt kemur ekki til mála. Þér vitið það.“ ,,Ég veit það,“ sagði Orden. ,,Og það sem þér farið fram á, er heldur ekki hægt.“ Lanser sagði: ,,Ég vissi það víst líka, að þegar til kastanna kemur, verður að gera Correll að borgarstjóra." Hann leit upp, snögglega. „Ætlið þér að verða hér kyrr meðan á réttinum stendur?“ ,,Já, ég verð kyrr. Alex verður þá ekki eins einmana.11 Lanser leit upp og það brá fyrir döpru brosi á andlitinu. „Við höfum tekið að okkur erfitt hlutverk, finnst yður það ekki?“ „Jú,“ sagði borgarstjórinn, „erfiðasta hlutverk í heimi, eitt af því, sem ekki er framkvæm- anlegt.“ „Og það er?“ „Að hneppa sál fólksins í fjötra.“ D YLURINN beið ekki nætur- innar. Klukkan ellefu var farið að snjóa mikið og orðið dimmt í lofti. Yfir borginni hékk drungi, sem var dekkri en skýin, ömurleiki vaxandi haturs. Það var eins og starandi augu væri bak við öll gluggatjöld og þegar hervörðurinn gekk niður aðalstrætið, hvíldu augun á honum, nístandi köld. I viðhafnarstofu hallarinnar sat rétturinn að störfum. Lans- er var fyrir öðrum borðendan- um, með Hunter sér til hægri handar og því næst Tonder, en Loftur höfuðsmaður var við hinn endann með blaðahrúgu fyrir framan sig. Orden borgar- stjóri var ofurstanum til vinstri handar og Prackle næstur hon- um. Hjá borðinu stóðu tveir varðmenn með byssustingi reiðubúna. Á milli varðmann- anna stóð Alex Morden, ungur maður, hár vexti og herðabreið- ur, en mittismjór. Augun iágu djúpt. Hann var handjárnaður og spennti greipar og losaði þær í sífellu. Loftur höfuðsmaður las upp af blaði, sem lá fyrir framan hann: „Þegar honum var skipað að fara aftur til vinnu, neitaði hann því, og þegar skipunin var endurtekin, réðist fanginn á Loft höfuðsmann með haka, sem hann hélt á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.