Úrval - 01.09.1942, Page 28
26
tJRVAL
íbúðarhverfi. Eftirlíkingar af
flugbrautum, búnar til úr lími
og hvítu dufti eru gerðar hér
og þar á opnum sléttum, en á
raunverulegum flugvöllum eru
gerðar eftirlíkingar af þjóðveg-
um. Amerískur blaðamaður, sem
verið hefir í Bretlandi, gizkar á,
að um þriðjungur af öllum flug-
völlum á tilteknu svæði hafi ver-
ið eftirlíkingar. Á einum raun-
verulegum flugvelli, sem um-
kringdur var af íbúðarhúsum á
allar hliðar, voru flugvélaskýlin
dulmáluð þannig, að þau líktust
húsunum í kring, með dyrum,
gluggum og blómsturpottum í
gluggunum.
Þjóðverjar hafa breytt útliti
Berlínar séð úr loftinu, svo að
hún er að heita má algerlega
óþekkjanleg. Á húsaþökunum
blómstrar hverskonar gróður.
Vötnum hefir verið breytt með
grasi grónum flekum hér og
hvar, og smátjarnir algerlega
huldar með því að strengja net
yfir þær. Hið breiða stræti
,,Unter-den-Linden“, sem áður
var einhver bezti leiðarvísirinn
fyrir flugmenn, hefir nú verið
mjókkað um helming með því
að reisa grindur og strengja net
yfir það.
I Hamborg voru Þjóðverjar í
vandræðum með Alster Bassin,
sem vísaði leiðina alveg að
hjarta borgarinnar. Með flekum
og grindum logðu þeir götur um
það þvert og endilangt. Síðan
bjuggu þeir til eftirlíkingu af því
lengra úti í flóanum, bjuggu til
brúarlíkingu yfir það, dulmál-
uðu járnbrautirnar þar í kring
og máluðu götur þvert yfir
brautarstöðina. Það var ekki
fyrr en mörgum vikum seinna,
að Bretar uppgötvuðu þetta með
ljósmyndatökum.
Það er almennt álitið, að
svona blekkingar komist upp um
síðir, en þær eru taldar hafa.
unnið sitt hlutverk, ef þær hafa
orsakað töf, óþarfa sóun eða
óvissu hjá óvinunum um lengri
eða skemmri tíma. 1 fyrra tókst
Þjóðverjum að blekkja Englend-
inga í nokkrar nætur með þvi
að setja Ieiðarljós á flugvallar-
eftirlíkingu, en hafa hinn raun-
verulega flugvöll upplýstan eins
og jólatré. En Bretar náðu sér
seinna niðri í Egyptalandi, þeg-
ar 18 sprengjuflugvélar möndul-
veldanna, verndaðar 30 orustu-
flugvélum gerðu árás á röð af
olíugeymum, sem auðvitað voru
eftirlíkingar, og rétt mátulega
illa myrkvaðir til að hægt væri
að koma auga á þá„