Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
skrifa þetta heim. Þetta kemur
í blöðunum. Fjandmennirnir
hafa séð, hve brjálaður Foring-
inn er.“
Og Tonder hélt áfram að
hlæja. „Sigur eftir sigur, dýpra
og dýpra í sírópið." Hann var
að kafna af hlátrinum og hóst-
aði í vasaklútinn sinn. „Kann-
ske er Foringinn brjálaður.
Flugurnar sigra flugnaveiðar-
ann. Flugurnar leggja undir sig
tvö hundruð mílur af nýjum
flugnaveiðurum! “
Lofti fór nú að skiljast, að
þessi hlátur var ekki heilbrigð-
ur og hann gekk að Tonder og
gaf honum utanundir. Hann
sagði: „Hættið þessu, liðsfor-
ingi!“
Tonder hélt áfram að hlæja
og Loftur sló hann aftur í and-
litið og sagði: „Hættið þessu,
liðsforingi! Heyrið þér það!“
Allt í einu hætti Tonder að
hlæja og engin hljóð heyrðust í
herberginu, nema suðið í lugt-
unum.
pNGINN var á ferli að næt-
urlagi, því að ströngu um-
ferðarbanni var framfylgt. Hús-
in voru eins og dökkar þústur
í snjónum. Við og við gekk sex
manna varðflokkurinn um göt-
urnar og snjórinn marraði undir
stígvélum mannanna.
Litla húsið með háu burstinni
við hliðina á járnsmiðjunni hafði
litla snjóhettu eins og önnur
hús. Hlerar voru fyrir gluggun-
um, svo að engin skíma sást ut
og stormhurðin var harðlæst.
En inni logaði lampi í litlu setu-
stofunni. Hún var að vísu lítil
og fátækleg, en þó hlýleg og
viðkunnanleg. Gamalt, slitið
teppi var á gólfinu og vegg-
fóðrið var farið að láta á sjá.
Það var brúnt á lit, með gulln-
um, frönskum liljum.
Molly Morden sat í gömlum,
bólstruðum hægindastól við
borðið. Hún var að rekja upp
gamla, bláa ullarpeysu og vatt
bandið hnykil. Á borðinu við
hliðina á henni voru prjónarnir
hennar og stór skæri. Molly var
ung, falleg og snyrtileg.
Allt í einu hætti hún vinnu
sinni, leit til dyra og lagði við
hlustirnar. Fótatak varðsveitar-
innar heyrðist utan af götunni
og óljóst mannamál. Svo fjar-
lægðist þetta og Molly tók aft-
ur til vinnu sinnar. Innan stund-
ar hætti hún aftur. Það heyrð-
ist þrusk við dyrnar og síðan
þrjú stutt högg.
„Já?“ kallaði hún.