Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 41

Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 41
BARDAGINN 39 „Hvað meinar hann með því ?“ spurði Harrison. Ég hristi höfuðið. Harrison sat kyrr, en hélt áfram að fitla við opinn hnífinn. Ég var á báðum áttum. Var hann þá reið- ur við mig? Var hann að bíða eftir því, að ég sneri við honum bakinu svo að hann gæti stung- ið mig ? Mér leið illa. „Ég býst við að hvítum mönnum þyki gaman að sjá negra berjast," sagði ég með uppgerðarhlátri. „En þú hefðir getað drepið mig,“ sagði Harrison. „Hvítu mennirnir líta á okk- ur eins og hunda eða hana,“ sagði ég. „Ég kæri mig ekki um að stinga þig,“ sagði Harrison. „Og ég kæri mig ekki um að stinga þig,“ sagði ég. Við stóðum í hæfilegri fjar- lægð andspænis hvor öðrum, ræddum málið og ákváðum að þegja yfir samtali okkar. Við vildum ekki að Olin kæmist á snoðir um, að við vissum að hann væri að eggja okkur á að berjast. Við urðum ásáttir um að standast allar frekari eggj- anir. Klukkan eitt fór ég aftur í verksmiðjuna. Olin beið eftir mér alvarlegur á svip. „Hittirðu þennan Harrison niggara?" spurði hann. „Nei, herra,“ laug ég. „Hann er ennþá með hníf- inn,“ sagði hann. Hatrið greip mig fastari tök- rnn. En ég brá ekki svip. „Ertu búinn að kaupa þér hníf?“ spurði hann mig. „Nei, herra,“ svaraði ég. „Viltu að ég láni þér hnífinn minn?“ spurði hann. „Þú verð- ur að verja þig.“ „Nei, herra. Ég er ekki hræddur." „Þú ert bjáni, negrinn þinn,“ hreytti hann úr sér. „Ég hélt að það væri einhver vitglóra í hausnum á þér! Ætlarðu að láta þennan niggara reka þig í gegn ? Húsbóndi hans gaf hon- um hníf til að nota gegn þér; Hana, hættu þessari vitleysu og taktu við hnífnum!" Ég þorði ekki að líta framan í hann; ef ég hefði litið framan í hann, mundi ég hafa orðið að segja honum að láta mig í friði, að ég vissi að hann væri að ljúga, að hann væri ekki vinur minn, að ég vissi að ef einhver ræki mig í gegn með hníf, mundi hann aðeins hlæja. En ég sagði ekkert.Hann var húsbóndinn,og hann gat rekið mig ef honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.