Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL,
kenna en þér. Hér er ég og hér
verð ég, hjá þér!“
Sam varð hugsi um stund og
horfði yfir borgina. Þau sátu
enn 1 sólskini, en niðri borg-
inni var tekið að rökkva. Hann
leit á Mully. „Millicent Small,“
sagði hann. „Elskar þú mig,
góða?“
„Vertu nú ekki að þessum
bjánaskap.“
„Ég meina það. Það er þýð-
ingarmikið. Elskar þú mig?“
Nú fór Mully að gráta — Sam
til mikillar undrunar. Loks leit
hún á hann. „Sam Small,“ sagði
hún, þú hefir ekki spurt mig um
þetta í nærri því tuttugu ár.“
„Jæja, ég er fámáll maður,“
sagði Sam. „Vera má, að ég
hafi oft ætlað að spyrja þig að
þessu. Nú spyr ég þig?“
Mully saug upp í nefið. „Ég
hefi fætt barn þitt, þvegið fötin
þín, eldað ofan í þig og sofið
hjá þér í tuttugu ár,“ sagði hún.
„Og þú spyrð mig, hvort ég
elski þig. Ef ég geri það ekki,
þá hefi ég siglt undir fölsku
flaggi allan þennan tíma“.
„Þetta er mér nóg,“ sagði
Sam. „Taktu nú í hendina á
mér,“ sagði hann, „og vertu
ekki hrædd. Trúðu bara á mig,
það er allt og sumt“.
Mully leit niður á strætin,
langt fyrir neðan, full af fólki.
„Heyrðu væni, það verður lagleg-
ur skellur, ef þér misheppnast,“
sagði hún og tók í hönd hans.
„Teldu upp að þremur, væni.“
„Einn —,“ sagði Sam.
Mully dró djúpt andann.
„Tveir —,“ sagði Sam.
Mully lokaði augunum.
„Trúðu á mig,“ sagði Sam.
„Allt í lagi,“ sagði hún. „Ég
trúi á þig, Sam“. „Þá förum við!
þrír!“
Mully steig frarn með lokuð
augun. Hún fann loftið þjóta
um sig. Það var unaðslegt. Hún
opnaði augun. Svo brosti hún;
þarna var Sam við hlið hennar,
fingurgómar hans snertu f ingur
hennar, og þau svifu i stórum
boga upp á við.
ANNIG hurfu þau sjónum
New Yorkbúa. Fólkið í
húsunum og mannfjöldinn á
strætunum, sá tvær manneskj-
ur fljúga hlið við hlið upp í
himingeiminn, unz þær vorú
eins og tvær agnir, sem bar við
milt kvöldloftið — ofar og
ofar, þar til þær hurfu alger-
lega.
Og þannig flugu Sam og
Mully heim til Yorkshire og