Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 88
86
tJRVAL
eitthvað sérstakt, hvort sem
það er kjöt, kartöfiur, nauta-
steik eða brennivín, muntu
komast að raun um, að ef þú
snögghættir því, þá saknarðu
þess og kemst að þeirri niður-
stöðu, að þessi saknaðartilfinn-
ing sé sultarmerki. Þú verður
þessvegna að hafa hemil á
þessarri iöngun þinni og iifa á
trúnni, þangað til þú hefir van-
ist hinu nýja mataræði; því að
ef þú heldur áfram að éta þang-
að til þú hefir fengið nóg,
muntu springa.
Önnur aðvörun er sú, að var-
ast ber að hengja sig í gamlar,
úreltar skoðanir, þegar um er
að ræða nýjungar í mat. Súpur
voru einu sinni gerðar af soðn-
urnbeinum. Þær hefðu eins getað
verið gerðar af soðnum knatt-
trjám, ef þær hefðu ekki verið
svo bragðvondar, sem raun bar
vitni. í íriandi er enn þá hægt
að fá beinaseyði borið fram sem
súpu; guð forði þér frá því.
Annarsstaðar er löngu hætt
að nota malaðar beinagrindur tii
slíks. Enginn ærlegur kokkur
setur nú lengur bein í þykkar
súpur.
Smjörlíki er annað dæmi. í
upphafi var það fyrirlitlegt
svikasull, sem framleitt var
með því að níðst var á dýra-
feiti, þangað til hún fékk ein-
hverja líkingu af smjöri. Enn í
dag loðir hið forna óorð við þao.
En nú er það búið til úr hnetu-
og jurtafeiti; og sennilegt er, að
eftir stríðið verði smjör selt
sem annarsflokks smjörlíki, er
enginn óspilltur maður mun
láta inn fyrir sínar varir í
annarra viðurvist. Þannig verða
menn jurtaætur án þess að vita
af því.
Ég vil ekki dylja menn þess,
að jurtaát hefir sína ókosti. Það
virðist fylgja því eitthvert imd-
arlegt ofstæki, ef menn neita
sér um þann vana að nærast á
hræjum, og er þar líklega að
finna skýringuna á því, að allir
hinir miklu herkonungar forn-
aldarinnar höfðu jurtaætur í
herþjónustu sinni. Og þetta of-
stæki er vissulega verstu teg-
undar: það er hin heilaga reiði.
Berum til dæmis saman
Byron og Sheiley! Byron gerði
gys að Georg III. og Southey;
en hann kærði sig ekki um að
drepa þá. Shelley fannst það of
gott fyrir Elton og Castlereagh,
að þeir væru drepnir, og mundi
sennilega hafa stútað öllum
stjórnmálamönnum í konung-
dæminu, sem komnir voru yfir