Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
mönnum verður tíðræddast um.
Það er augljóst mál af hverju
íbúar hitabeltislandanna eru
dökkir á hörund: það er til þess
að verja húðvef líkamans fyrir
skaðlegum áhrifum sólarljóss-
ins. Gera má ráð fyrir að mjög
snemma hafi komið fram af-
brigði 1 litarhætti, og að þau
sérkenni hafi gengið að erfðum.
1 sumu loftslagi lifðu hörunds-
dekkstu mennirnir að jafnaði
lengst og eignuðust þannig
fleiri afkvæmi. Þessir afkom-
endur erfðu litarhátt foreldra
sinna- Á þennan hátt urðu
ákveðin svæði á jörðunni með
tímanum eingöngu byggð hör-
undsdökkum mönnum. í kald-
ari löndum var enginn ávinn-
ingur af því að vera dökkur á
hörund, og þess vegna fengu
íbúar þeirra aldrei þann litar-
hátt.
Það er augljóst, að í sínu eig-
in umhverfi eru negrar, í einu
tilliti að minnsta kosti, fremri
hvítum mönnum: þeir þola bet-
ur áhrif hitabeltisloítslagsins.
(Þeir eru einnig síður móttæki-
legir fyrir suma hitabeltissjúk-
dóma). Þetta er atriði sem hafa
her í huga: þegar við tölum um
hæfileika, verðum við að meta
þá eftir aðstæðum. Þeir sem
fást við kynbætur á dýrum og
jurtum þekkja þetta. Enginn
mundi ætlast til að nauta- eða
fjárkyn, sem gefur góða raun
í Suður-Englandi, reyndist eins
vel í hálöndum Skotlands. Sama
máli gegnir þegar talað er um
yfirburði einstakra mannteg-
unda.
Andleg sérkenni.
Það er auðveldara fyrir menn
að verða á eitt sáttir um likam-
leg sérkenni einstakra mann-
flokka, heldur en að fá menn
til að líta hlutlægum augum á
sérkenni í hátterni, og það eru
einmitt þessi sérkenni, sem
mest er lagt upp úr. Þegar Róm-
verjar tala um þræla, Márar um
Norðurálfumenn eða nazistar
um Gyðinga og negra, eiga þeir
einkum við andlega eiginleika
svo sem gáfur, dyggðir eða víg-
fimi. Sama á við óbreyttan al-
menning. Margir trúa því til
dæmis, án allrar illkvittni, að
Frakkar séu ósiðlegir, Gyðing-
ar fégráðugir og Skotar nízkir.
Margar alkunnar skrítlur
eiga rót sína að rekja til þess-
arra skoðanna. Hugmyndin um
þjóðareinkenni hefir auðvitað
nokkuð til síns máls, en eins og