Úrval - 01.08.1945, Side 97

Úrval - 01.08.1945, Side 97
RITVÉLIN SEM KENNSLUTÆKI 95 hjálpar við nám þeirra. Fjórir kunnir ritvélaframleiðendur urðu ásáttir um að kosta til- raunina fjárhagslega, og lána til hennar 2100 hentugar rit- vélar, sem skipt var milli þrjá- tíu skóla í átta borgum, víðs- vegar um Iandið. í hverri borg voru nokkrir skólar vaidir sem tilraunaskól- ar, þar sem ritvélar voru notað- ar, og aðrir sem eftirlitsskólar, þar sem þær voru ekki notaðar. Tilraunin stóð yfir í tvö ár, en þriðja árið var notað til að vinna úr þeim upplýsingum, sem aflast höfðu, meðan á henni stóð. Tilraunabörnin voru frá fimm til tólf ára. I tilrauna- hópana annarsvegar og eftir- lits- eða samanburðarhópana hinsvegar, voru valin sem líkust börn, bæði að aldri, hæfileikum, þjóðfélagsstétt og heimilis- ástæðum. Börnin voru látin læra af sjálfsáðum að „pikka“ á rit- vélarnar. Þess má geta, að nem- endur, sem höfðu vélritað þann- ig í eitt ár, urðu mun fljótari að læra að vélrita með réttri fingrasetningu en svipuð börn, sem aldrei höfðu snert á ritvél. Athyglisvert er, að eftirlits- börnin sýndu engan sérstakan áhuga á skriftartímanum, en tilraunabörnin sýndu óþreyju eftir því, að röðin kæmi að þeim við ritvélarnar. Lagt var fyrir kennarana að halda saman öllu rituðu máli, bæði skrifuðu og vélrituðu, — nema í reikningi. Hver auli gat skilið, að ritvélin gat ekki kom- ið bömunum að neinu gagni við reikningsnámið. En einmitt þarna skjátlaðist mönnum. Það kom fljótt í ljós, að börnin unnu að reikningsverkefnum sínum með aðstoð ritvélanna, án þess nokkur segði þeim það. Eftir það var allri talnavinnu barn- anna einnig haldið til haga, og að lokum kom í ljós, að fram- farir tilraunahópanna í reikn- ingi voru í mörgum bekkjum meiri en í nokkurri annari námsgrein, í sumum tilfeílum allt að 30%. Próf, sem fram fóru í lok fyrra skólaársins sýndu, að meðalframfarir tilraunabarn- anna, umfram hin, voru nálægt því sem hér segir, mælt í hundr- aðshlutum: Lestur 9, bók- menntir 14, landafræði 19, rétt- ritun 23, reikningur 31 og málnotkun 38. En tölumar einar gefa að- eins iitla hugmynd um árangur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.