Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 48
Tekizt hefir a3 frjóyga 'koíwi-
egg í tilraunaglasi,
Frjóvgun í tiiraunaglasi.
Grein úr „Collier’s4*,
eftir Joan Younger,
■f FYRSTA skipti hefir frjóvg-
1 un konueggs og fyrstu stig
mannlegs lífs farið fram í til-
raunaglasi,
Vera kann að í augurn sumra
sé þetta ekki annað en hvers-
clagsleg frétt um enn einn ár-
angur vísindalegra tilrauna. En
hjá þúsundum manna og kvenna
vekur það nýjar vonir um það,
sem þau hafa þráð heitast af
öllu: að eignast barn.
Á undanförnum áratugum
hefir barnlausum hjónum í
Bandaríkjunum f jölgað ískyggi-
lega mikið. Fyrir hundrað ár-
um var tali,ð, að eitt af hverj-
um tuttugu hjónaböndum væri
bamlaust. Síðan hefir fjöldi
barnlausra hjónabanda farið
stöðugt vaxandi og er nú
eitt af hverjum átta hjóna-
böndum.
Fyrir þrjátíu árum voru
orsakir þessa ástands lítt kunn-
ar. Allt fram til 1920 var það
almennt álit, að lítið væri við
því að gera, Skottulæknar og
skrumauglýsendur buðu al-
menningi óbrigðul lyf við þessu,
einkum konum, sem yfirleitt
voru taldar eiga sökina.
Síðari tíma rannsóknir hafa
hins vegar leitt í Ijós, að í
þriðja hverju tilfelli er orsökina
að finna hjá karlmanninum.
Jafnframt fundu menn aðferðir
til að lækna ófrjóserni í mörg-
um tilfellum. Aðferðir fundust
til þess að komast að raun um,
hvort sæði væri heilbrigt og
fullþroskað, og hvort legpípur
konunnar væru stíflaðar. I
stöku tilfellum er hægt að bæta.
um skemmd í legpípunum, en
því miður allt of sjaldan,*)
Getnaður fer fram á eftir-
farandi hátt: Hérumbil fjórðu
hverja viku berst egg úr eggja-
kerfi konunnar niður í legpíp-
*) Sjá: ,,Hvað er hægt ad gera,
fyrir barnlaus hjón?“ 1. hefti Úr-
vals 1. árg.