Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 104

Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL sig út í pex um smámuni, svo hann stakk bara klútskömminni í vasann og þagði. Muliy hélt áfram að nöldra og narta í hann — eins og konum er lagið; og loks hætti Sam að hlusta á hana — eins og menn gera und- ir slíkum kringurnstæðum. Og meðan hún hélt áfram að nudda, var hann önnum kafinn við að hugsa um trúna. Hann var að velta því fyrir sér, hvort hópur af samtaka fólki gæti í raun og veru flutt fjall úr stað — þótt ekki væri nema einn eða tvo þumlunga. Honum fannst auðskilið, að sá, sem ætlaði að flytja eitthvað með trú, yrði að byrja á einhverju auðveldara fyrst, og auka síðan verkefnin, unz hann legði í f jallið. Strætis- vagn væri ágætur til að byrja með — og þar sem hann væri á hjólum, gæti maður sagt að það væri sízt til að spilla. Sam lokaði því augunum og sagði við sjálfan sig: „Ég trúi því, að þegar ég opna augun, verði strætisvagn kominn“. Hann hafði ekki fyrr sagt þetta við sjálfan sig en Mully rak olnbogann í síðuna á hon- um svo mælandi: „Vaknaðu, dauðýflið þitt!“ Hann lauk upp augunum og þarna stóð strætisvagninn fyrir framan hann. Sam varð bæði forviða og ánægður. Þetta gat auðvitað verið hreinasta tilviljun; en það var samt íhugunarefnf. Og Sam var að hugsa um þetta alla leiðina heirn. Sam og Mully fóru úr vagn- inum hjá Strandgötu og gengu hægt heim að gistihúsinu, þar sem þau bjuggu. Mully þótti gaman að ganga eftir þessari götu — hún var friðsamleg, rómantísk og svo suðræn. Hún liggur meðfram bergbrún, iangt fyrir ofan ströndina; þaðan er hægt að horfa yfir trégirðing- una, niður á hallir kvikmynda- stjarnanna og út yfir hafið. Þegar þau voru komin móts við hús Marion Ðavies, stað- næmdust þau og horfðu yfir grindverkið. Sam var ennþá hugsi. Hann tottaði pípuna í ákafa, horfði út á sjóinn og hugsaði. Það var á þessu augnabliki, sem hann varð altekinn af hinni furðulegu fulivissu. Ef til vill stafaði það af því, að hann stóð svo hátt uppi, eftir að hafa hlýtt á ræðuna og orðið fyrir hinu kynlega atviki með strætisvagn- inn. Hver svo sem orsökin var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.