Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 113
YORKSHIREMAÐURINN FLJÚGANDI
111
,,Hvað um það, pilturinn
hafði áhuga á málinu,“ sagði
Sam hvatskeytlega, því að
það var farið að síga í hann.
„Ég skýrði út fyrir honum
nokkur smáatriði varðandi flug,
annað ekki.“
Við þessi orð æpti Lavinia
upp yfir sig og hulöi andlitið í
höndum sér.
„Hvað hefi ég gert?“ stundi
Sam.
„Hvað hefir þú gert,“ hvein í
Mully. „Herra Hanks er enginn
annar en kvikmyndastjórinn,
sem ætlaði að ráða Laviniu. Og
þar á ofan er hann enginn ann-
ar en flugmaðurinn, sem hefir
sett öíl nýjustu metin í hrað-
flugi, hæðarflugi og langflugi.
Sá er maðurinn. Og svo sezt þú
niður, þöngulhausinn þinn, herra
Sam Small, og ætlar að fara að
fræða hann um fiugmál.“
„Og nú hefir þú gjöreyði-
lagt alla ráðningarmöguleika
fyrir mér,“ sagði Lavinia.
„Hann hlýtur að halda að ég sé
komin af kolbrjáluðu fólki“.
Mully og Lavinia skiptust á
um að hella úr skálum reiði
sinnar yfir Sam, unz honum var
nóg booið og hann stóð upp.
„Hættið þið nú,“ þrumaði
hann, „nú er nóg komið!“
Sam talaði í þessum tón svo
sem einu sinni á ári, en þegar
hann gerði það, var mál til
komið að hafa sig hægan, var
Muily vön að segja. Hvað var
líka varið í að vera gift manni,
sem ekki var hægt að stríða dá-
lítið daglega? Og hver vildi á
hinn bóginn mann, sem ekki gat
sýnt, svona einu sinni eða tvisv-
ar á ári, hver var húsbóndi á
heimilinu ? Mully og Lavinia
sátu kyrrar eins og mýs og
Sam starði á þær.
„Jæja þá,“ sagði hann. „Ég
ætla að fá mér göngutúr — og
ég ætla að fara einn, án þess að
nokkur sé að elta mig“.
Hann beið andartak, en hvor-
ug mótmælti. Hann stikaði því
út og setti upp sparihattinn
sinn. Hann stefndi ósjálfrátt
niður að ströndinni. Hann gekk
út að grindunum og starði fram
fyrir sig, langt fyrir ofan hall-
ir kvikmyndastjarnanna og
brimgarðinn, sem sást óglöggt í
rökkrinu. Hann lagði hattinn á
bekk, gekk fram á brúnina og
hóf sig til flugs.
Uppstreymið við bergið sveifl-
aði honum hátt upp í loftið.
Loftstraumarnir léku um andlit
hans, og hann sveif fram og aft-
ur og naut til fullnustu