Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 42

Úrval - 01.08.1945, Blaðsíða 42
40 TJRVAL, sýndist. Hann lagði opin hníf á borðbrúnina hjá sér, eitt fet frá hendinni á mér. Það greip mig löngun til að taka hnífinn og láta hann fá hann aftur, helzt á kaf í brjóstið. En ég gerði það ekki. Ég tók hnífinn og stakk honum í vasann. „Nú hagar þú þér eins og maður,“ sagði hann. Olin stóð við vél sína og hafði gát á mér meðan ég var að vinna. Skömmu seinna átti ég leið fram hjá honum, og þá kallaði hann á mig. „Heyrðu hérna, drengur,11 sagði hann. „Við sögðum þess- um Harrison niggara að halda sér í burtu frá þessu húsi og láta þig í friði. En ég get ekki verndað þig á leiðinni heim. Ef þessi niggari ræðst á þig á heimleið, þá vertu fyrri til að reka hann í gegn, skilurðu það?“ Ég forðaðist að líta á hann og þagði við. „Þú um það niggari,“ sagði Olin. „En mundu að ég hefi að- varað þig.“ Ég fór í sendiferð með gler- augu og stalst lun leið yfir göt- una til að tala við Harrison í fáeinar mínútur. Harrison var önugur og einurðarlítill, vildi gjarnan treysta mér, en var hræddur. Hann sagði mér að Olin hefði hringt til húsbónda síns og sagt honum að segja Harrison, að ég hefði ráðgert að bíða eftir honum við bakdyrnar klukkan sex og reka hann í gegn. Við Harrison áttum erfitt með að líta hvor á annan; við vissum að hvítu mennirnir sem við unnum hjá, höfðu sáð þess- arri morðhugmynd í brjóst okk- ar beggja. Við reyndum aftur og aftur að telja okkur trú um, að við værum ekki á sama máli og hvítu mennirnir; við hvöttum sjálfa okkur til þess að bera traust hvor til annars. En þrátt fyrir allt leyndist djúpt innra með okkur grunur um, að ef til vill ætlaði annar okkar að reyna að drepa hinn. „Ég er ekki reiður við þig Harrison," sagði ég. „Ég vil ekki berjast við neinn,“ sagði Harrison upp- burðalaus, en hann hélt hend- inni um hnífinn í vasanum. Báðir kenndum við sömu blygðunartilfinningar, fundum hve heimskir og vamnáttugir við vorum andspænis yfir- drottnun hinna hvítu rnanna. „Ég viidi óska að þeir létu okkur í friði,“ sagði ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.